Erlent

Páfamatur

Sá nýi og sá gamli.
Sá nýi og sá gamli. Nordicphotos/AFP
Frans, nýskipaður páfi, mun brjóta blað í sögu kaþólsku kirkjunnar í dag þegar hann og forveri hans í páfastóli, Benedikt páfi sextándi, munu setjast niður og snæða hádegisverð.

Benedikt sagði af sér fyrr á þessu ári vegna veikinda en hann lét formlega af embætti í síðasta mánuði. Síðan þá hefur Benedikt dvalið í Gandolfo kastalanum sunnan við Róm. Þyrla Frans fyrsta lendir við kastalann í dag og munu félagarnir snæða saman í kjölfarið.

Líklegt þykir að Benedikt muni gefa Frans góð ráð um hvernig skuli haga helgiathöfnum um páskana, eina stærstu hátíð kristinna manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×