Erlent

Snýr aftur úr sjálfskipaðri útlegð

Pervez Musharraf
Pervez Musharraf Nordicphotos/AFP
Fyrrverandi forseti Pakistans, Pervez Musharraf hefur snúið aftur úr sjálfskipaðri útlegð frá landinu sem staðið hefur í fjögur ár.

Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna þessa en fjölmargar líflátshótanir hafa borist honum síðustu daga. Musharraf hershöfðingi hefur lýst því yfir að hann ætli að leiða flokk sinn til sigurs í næstu þingkosningum sem fram fara í maí.

Forsetinn fyrrverandi á fjölmargar kærur yfir höfði sér í Pakistan fyrir spillingu og morðtilraunir. Yfirvöld höfðu gefið út tryggingu þess efnis að hann yrði þó ekki handtekinn um leið og hann snerti pakistanska jörð.

Ein af kærunum á hendur Musharraf er að hann hafi ekki gætt nægilega vel að öryggi leiðtoga stjórnarandstöðunnar Benashir Bhutto, þegar hún snéri aftur úr útlegð árið 2007. Hún var skömmu síðar ráðin af dögum. Musharraf hefur búið í London og í Dúbæ frá því hann hrökklaðist frá völdum og flúði land árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×