Erlent

Tugir þúsunda mótmæltu hjónaböndum samkynhneigðra

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Skoðanakannanir benda til þess að stuðningur almennings í Frakklandi við hjónabönd samkynhneigðra fari minnkandi.
Skoðanakannanir benda til þess að stuðningur almennings í Frakklandi við hjónabönd samkynhneigðra fari minnkandi. Mynd/AP
Tugir þúsunda íhaldssamra Parísarbúa tóku þátt í mótmælum í gær gegn lögleiðingu hjónabanda samkynja para.

Lögin voru samþykkt í neðri deildum franska þingsins fyrir nokkru en í næsta mánuði verður málið tekið fyrir í öldungadeildinni.

Erlendum fréttamiðlum ber reyndar ekki saman um mannfjöldann í mótmælunum og fréttastofa BBC segir hundruðir þúsunda hafa komið saman á Champs Elysees-breiðgötunni.

Þá kom til ryskinga milli lögreglu og mótmælenda, og þurfti lögregla að beita táragasi. Tugir manna voru handteknir í kjölfarið.

Stuðningur almennings í Frakklandi við hjónabönd samkynja para hefur verið töluverður, en skoðanakannanir benda til þess að hann fari minnkandi.

Mótmælendum var heitt í hamsi á Champs Elysees-breiðgötunni í París.Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×