Erlent

Siðanefnd fulltrúadeildarinnar rannsakar Michele Bachmann

Michele Bachmann fyrrum leiðtogi Teboðshreyfingarinnar í Bandaríkjunum sætir nú rannsókn af hálfu siðanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Bachmann tókst að komast á þing fyrir Repúblikana í Minnesota í kosningunum fyrr í vetur en rannsóknin snýr að ýmsu fjármálamisferli á vegum hennar í þeirri kosningabaráttu.

Fjallað er um málið á vefsíðunni The Daily Beast sem byggir umfjöllun sína á viðtölum við þá sem stjórnuðu kosningabaráttu hennar og hafa þegar verið yfirheyrðir af siðanefndinni.

Rannsóknin snýst meðal annars um ólögleg framlög í kosningasjóði Bachmann og greiðslur undir borðið úr þeim sjóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×