Erlent

Veltir fyrir sér uppnáminu vegna útdauðra dýrategunda

Vísindaritstjóri BBC veltir því fyrir sér afhverju dýrategundir sem deyja út veki svo heitar tilfinngar sem raun ber vitni

Ritstjórinn, David Sukhman, bendir á að dýrategundir hafi dáið út þúsundum saman á undanförnum öldum og árþúsundum og nýjar komið í staðinn. Í nær öllum tilvikum hafi náttúruval staðið að baki því að viðkomandi dýr átti ekki lengur möguleika á neinni tilveru á jörðinni.

Sukhman segir að sennilega sé mannkynið betur sett með að grameðlur séu ekki algengar á strætum borga heimsins. Hvað þá ef menn ættu von á að rekast á sverðtenntan tígur í bakgarði sínum.

Það sem ritstjórinn er einkum að benda á er að í dag virðist útdauði dýrategunda vera stórglæpur í huga margra og þó einkum dýraverndunarsamtaka og góðgerðastofnanna. Þetta sé furðulegt þegar haft er í huga að rannsóknir sýna að flestar dýrategundir sem þróast á jörðinni deyja þar einnig út á næstu milljón árum eða svo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×