Erlent

Norður-Dakóta innleiðir hörðustu fóstureyðingarlög í Bandaríkjunum

Stjórnvöld í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum hafa innleitt ströngustu löggjöf í landinu varðandi fóstureyðingar en lögin kveða á um að ekki megi eyða fóstri eftir að hægt er að nema hjartslátt þeirra, eða þegar fóstrið er um sex vikna gamalt.

Lögin beinast í raun að læknum en ekki er hægt að lögsækja mæður fyrir að fara í fóstureyðingu. Læknana má hinsvegar dæmi í fimm ára refsivist fyrir að framkvæma aðgerðina og sekta um fimm þúsund dollara.

Lögin taka ekki til sérstakra aðstæðna, svo sem að ef konur verða óléttar eftir þeim hefur verið nauðgað, eða að fóstrið ógnar heilsu móðurinnar.

Lögspekingar segja afar ólíklegt að lögin standist stjórnarskrá. Þá liggur dómafordæmi fyrir hjá Hæstarétti Bandaríkjanna, en árið 1973 féll dómur þar sem fram kom að fóstureyðingar væru heimilar þar til fóstur væru orðin það þroskuð að þau gætu lifað fyrir utan móðurkvið.

Læknar eru almennt sammála um að fóstur geti komist af fyrir utan móðurkvið þegar það er orðið 22-24 vikna gamalt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×