Erlent

Málverk Picasso selt á nítján milljarða

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Verkið var málað árið 1932 og er af hjákonu listamannsins, Marie-Therese Walter.
Verkið var málað árið 1932 og er af hjákonu listamannsins, Marie-Therese Walter.
Málverkið „Le Reve" eftir spænska listmálarann Pablo Picasso seldist á dögunum fyrir hvorki meira né minna en nítján milljarða króna.

Verkið var málað árið 1932 og er af hjákonu listamannsins, Marie-Therese Walter, en Picasso var fimmtugur þegar hann málaði það.

Aldrei hefur verk eftir listamanninn selst jafn dýru verði, en þó er þetta þriðja verkið eftir hann sem selst á meira en hundrað milljónir dala. Það samsvarar um tólf og hálfum milljarði íslenskra króna.

Það var bandaríski auðjöfurinn Steve A. Cohen sem keypti verkið af Steve Wynn, eiganda fjölmargra spilavíta í Las Vegas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×