Erlent

Segja aukin kvenréttindi geta tortímt samfélaginu

Mohamed Mursi, forseti Egyptalands, ásamt Ban Ki-moon, ritara Sameinuðu þjóðanna.
Mohamed Mursi, forseti Egyptalands, ásamt Ban Ki-moon, ritara Sameinuðu þjóðanna. Nordicphotos/AFP
Bræðralag múslima í Egyptalandi varar við því að yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um aukin réttindi kvenna gætu tortímt samfélaginu. Þeim lýst ekkert á að konur haf rétt til þess að ferðast, stunda atvinnu eða nota getnaðarvarnir án samþykkis eiginmannsins.

Bræðralagið, sem forseti Egyptalands Mohamed Mursi tilheyrir, hefur gefið tíu ástæður fyrir því hvers vegna múslimskar þjóðir ættu að neita að skrifa undir yfirlýsinguna. Var vonast til þess að sátt næðist hjá þingi Sameinuðu þjóðanna um yfirlýsinguna í dag.

Egyptar hafa þar með bæst í hóp Írana, Rússa og Vatikansins sem hóta að tefja fyrir að niðurstaða náist.

Ástæðurnar tíu fyrir áhyggjum bræðralagsins má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×