Erlent

Gífurlegar öryggisráðstafanir fyrir messu Frans 1. á Péturstorginu

Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Róm í dag en þá tekur Frans 1. páfi formlega við embætti sínu með messu á Péturstorginu.

Yfir 3.000 her- og lögreglumenn hafa verið kallaðir út til að gæta öryggis páfa en búist er við að mikill mannfjöldi muni fylgjast með messunni.

Nokkrir þjóðarleiðtogar verða viðstaddir messuna þar á meðal Christina Kirchner forseti Argentínu.

Þá hefur Róbert Mugabe forseti Simbawe boðað komu sína þrátt fyrir að honum sé bannað að heimsækja ríki Evrópusambandsins. Hann hefur hinsvegar undanþágu til að heimsækja Vatikanið, í gegnum Ítalíu, enda telst það sjálfstætt ríki utan sambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×