Erlent

Árásaralda í Bagdad

Dagurinn í dag er sá blóðugasti í Írak síðan 9. september í fyrra, þegar 76 féllu í árásarhrinu.
Dagurinn í dag er sá blóðugasti í Írak síðan 9. september í fyrra, þegar 76 féllu í árásarhrinu. Mynd/AP
Að minnsta kosti 56 féllu og hundruðir særðust í röð sprengjuárása í Bagdad í dag.

Árásirnar, sem virðast þaulskipulagðar, eru taldar tengjast því að í dag eru liðin tíu ár frá innrás „hinna viljugu þjóða" í Írak, þar sem Bandaríkin og Bretland voru í broddi fylkingar.

Í einhverjum tilfellum var um að ræða sjálfsmorðssprengjumenn, en að minnsta kosti fimmtán bílasprengjur sprungu í borginni og voru skotmörkin fjölmenn svæði á borð við veitingastaði, biðstöðvar og útimarkaði.

Enginn hefur lýst ódæðunum á hendur sér, en talið er að uppreisnarhreyfing herskárra súnní-múslima standi á bak við þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×