Erlent

„Eins og að horfa á laminn selskóp“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögreglumaðurinn Hilton Botha fer fyrir rannsókn málsins.
Lögreglumaðurinn Hilton Botha fer fyrir rannsókn málsins. Mynd/AP
Verjandinn Barry Roux er sagður hafa hakkað lögreglumanninn Hilton Botha í sig í dómssalnum í Pretoria, Suður-Afríku, þar sem fram fara réttarhöld um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjaldi.

Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steencamp, til bana að morgni 14. febrúar og er hann grunaður um morð af yfirlögðu ráði. Sjálfur segir Pistorius að hann hafi talið að Steencamp væri innbrotsþjófur, en hún var skotin í gegn um baðherbergishurð.

Roux gagnrýnir Botha og segir ógerlegt að greina raddir í 600 metra fjarlægð, en vitni segist hafa heyrt hávaðarifrildi frá heimili Pistoriusar skömmu fyrir skothvellina. Botha staðfestir að vitnið hafi ekki borið sérstaklega kennsl á raddir þeirra Pistoriusar og Steencamp. Þegar Botha játaði þessu upphófst mikill kliður í dómssalnum.

Verjendur spretthlauparans segja meinta stera sem fundust á heimili íþróttamannsins vera lögleg náttúrulyf. Einnig bendir Roux á að þvagblaðra Steencamp hafi verið tóm og það styðji framburð Pistoriusar um að hún hafi farið á baðherbergið um nóttina.

Verjandinn Barry Roux er harður í horn að taka.Mynd/Getty
Ekkert stangast á við framburðinn

Þá reyndi Roux að draga úr trúverðugleika rannsóknarinnar og spurði Botha hvers vegna lögreglan hefði ekki gengið úr skugga um einföldustu hluti, eins og að athuga hvort Pistorius hefði hringt á sjúkrahús.

Að lokum fékk Roux lögreglumanninn til að viðurkenna að engin sönnunargögn hefðu fundist í íbúð Pistoriusar sem stönguðust á við framburð hans.

Hafði fréttamaður eNews Channel Africa á staðnum orð á því að yfirheyrslan yfir Botha væri „eins og að horfa á laminn selskóp".

Stutt hlé var gert á gæsluvarðhaldsréttarhöldunum nú fyrir stuttu, en þau halda áfram innan skamms.



Uppfært kl. 12:53

Hlé verður gert á gæsluvarðhaldréttarhöldum til morguns. Pistorius virtist í meira jafnvægi í hádeginu en áður.

Verjandinn hélt áfram að yfirheyra Botha og hlátrasköll heyrðust þegar lögreglumaðurinn sagði hættu á að Pistorius flýði land ef hann yrði látinn laus gegn tryggingu.

Botha viðurkenndi einnig að hafa gengið um á vettvangi án skóhlífa. Slíkt er með öllu bannað og Botha viðurkenndi að það hefðu verið mistök.


Tengdar fréttir

Pistorius ákærður fyrir morð

Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana.

Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius

Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld.

Sterar á heimili Pistorius

Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×