Enski boltinn

Arsenal-leikskóli í Noregi

Það eru til eldheitir stuðningsmenn enska boltans út um allan heim. Norskir stuðningsmenn Arsenal sem reka leikskóla ganga þó lengra en flestir aðrir.

Eigendur leikskólans í Osló reka nefnilega skólann sinn með Arsenal-þema. Leikskólinn heitir einfaldlega, Arsenal-leikskólinn.

Þar læra krakkarnir allt um félagið. Fylgjast með leikjum félagsins á risaskjá og syngja síðan Arsenal-söngva. Úti er síðan búið að setja upp lítinn fótboltavöll sem nefndur er litli Highbury. Að sjálfsögðu er síðan flaggað á leikdegi.

Sitt sýnist hverjum um þetta uppátæki en það hefur í það minnsta vakið mikla athygli.

Skólinn er síðan á Twitter og má skoða myndir þar af starfinu. Vísir mælir með því. Hægt er að nálgast aðganginn hér.

Hér að neðan má síðan sjá skemmtilegt innslag TV2 um skólann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×