Myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2013 13:37 Luis Suarez er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 22 mörk. Nordicphotos/AFP Luis Suarez hjá Liverpool kemur til greina sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar að mati leikmanna. Suarez er einn sex leikmanna sem tilnefndir eru fyrir athöfnina sem fram fer í kvöld. Suarez segist í viðtali við The Sunday Times ekki telja sig eiga mikla möguleika á að verða valinn þrátt fyrir að hafa skorað 29 mörk á leiktíðinni. „Ég held að ég eigi meiri möguleika í kjöri íþróttafréttamanna en meðal leikmanna," segir Suarez. Úrúgvæinn er einn sex sem eru tilnefndir á meðal leikmanna. Hinir eru Robin van Persie, Juan Mata, Eden Hazard, Michael Carrick og Gareth Bale sem flestir reikna með að vinni verðlaunin. „Fréttamenn eru auðvitað gagnrýnir en þeir hrósa þér líka. Miðað við það sem ég hef heyrt, því ég les ekki blöðin sjálfur, þá hef ég fengið töluvert lof," segir Suarez. Kjör íþróttafréttamanna verið kunngjört þann 9. maí en atvkæðagreiðslu lýkur viku fyrr. „Allir hafa sína skoðun á leikmönnum. Allir fara sínar eigin leiðir á vellinum. Ég skil það vel að varnarmenn muni ekki kjósa mig vegna leikstíls míns þar sem ég er alltaf að pirra þá. Hvernig ég hegða mér er hluti af leiknum og fær varnarmenn stundum til þess að gleyma sér," segir Suarez.Suarez í baráttunni við Phil Neville og félaga í Everton.Nordicphotos/AFPSkiptar skoðanir eru um Luis Suarez og vakti athygli að Phil Neville valdi ekki Suarez í lið ársins á dögunum. Suarez brosir að þeirri athugasemd blaðamannsins. „Ég myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt," segir Suarez. Hann hefur skorað 29 mörk á leiktíðinni, 15 á heimavelli og 14 á útivelli. „Það sýnir að þótt áhorfendur bauli og blístri á mig á útivöllum þá hefur það ekkert að segja," segir Suarez sem hefur fulla trú á knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers. „Viðhorf hans til knattspyrnu er leikmönnum að skapi. Ég græði á því að boltanum sé haldið innan liðsins og hvatt sé til að hreyfa sig án bolta. Hann er frábær einstaklingur innan sem utan vallar og brátt kemur í ljós hversu frábær knattspyrnustjóri hann er." Liverpool tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Enski boltinn Tengdar fréttir Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Luis Suarez hjá Liverpool kemur til greina sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar að mati leikmanna. Suarez er einn sex leikmanna sem tilnefndir eru fyrir athöfnina sem fram fer í kvöld. Suarez segist í viðtali við The Sunday Times ekki telja sig eiga mikla möguleika á að verða valinn þrátt fyrir að hafa skorað 29 mörk á leiktíðinni. „Ég held að ég eigi meiri möguleika í kjöri íþróttafréttamanna en meðal leikmanna," segir Suarez. Úrúgvæinn er einn sex sem eru tilnefndir á meðal leikmanna. Hinir eru Robin van Persie, Juan Mata, Eden Hazard, Michael Carrick og Gareth Bale sem flestir reikna með að vinni verðlaunin. „Fréttamenn eru auðvitað gagnrýnir en þeir hrósa þér líka. Miðað við það sem ég hef heyrt, því ég les ekki blöðin sjálfur, þá hef ég fengið töluvert lof," segir Suarez. Kjör íþróttafréttamanna verið kunngjört þann 9. maí en atvkæðagreiðslu lýkur viku fyrr. „Allir hafa sína skoðun á leikmönnum. Allir fara sínar eigin leiðir á vellinum. Ég skil það vel að varnarmenn muni ekki kjósa mig vegna leikstíls míns þar sem ég er alltaf að pirra þá. Hvernig ég hegða mér er hluti af leiknum og fær varnarmenn stundum til þess að gleyma sér," segir Suarez.Suarez í baráttunni við Phil Neville og félaga í Everton.Nordicphotos/AFPSkiptar skoðanir eru um Luis Suarez og vakti athygli að Phil Neville valdi ekki Suarez í lið ársins á dögunum. Suarez brosir að þeirri athugasemd blaðamannsins. „Ég myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt," segir Suarez. Hann hefur skorað 29 mörk á leiktíðinni, 15 á heimavelli og 14 á útivelli. „Það sýnir að þótt áhorfendur bauli og blístri á mig á útivöllum þá hefur það ekkert að segja," segir Suarez sem hefur fulla trú á knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers. „Viðhorf hans til knattspyrnu er leikmönnum að skapi. Ég græði á því að boltanum sé haldið innan liðsins og hvatt sé til að hreyfa sig án bolta. Hann er frábær einstaklingur innan sem utan vallar og brátt kemur í ljós hversu frábær knattspyrnustjóri hann er." Liverpool tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti