Íslenski boltinn

,,Þessi maður tekur peninga þegar leikmaður fer frá Val"

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Lúðvík Arnarson, varaformaður sömu knattspyrnudeildar, sökuðu, Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals, um að taka hlut af sölu leikmanna frá Hlíðarendaliðinu.

FH og Valur gerðu 3-3 jafntefli í viðureign liðanna í Kaplakrika í gær og allt sauð upp úr eftir leikinn en að sögn viðstaddra þurfti að stíga í sundur þá Lúðvík Arnarson og Börk Edvardsson eftir leikinn.

Hér að ofan má sjá myndband af því sem gerðist eftir leik en myndatöku maður Stöðvar 2 Sports náði þessum myndum.

FH-ingar gáfu frá sér afsökunarbeiðni seint í gærkvöldi sem Börkur Edvardsson hefur nú tekið við.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×