Erlent

Brjóstahaldari Marilyn Monroe og riffill kafteins Kirk á uppboði

Leikmunur úr fyrsta sjónvarpsþætti Star Trek seríunnar var seldur á tæpar þrjátíu milljónir króna á uppboði í Bandaríkjunum gær.

Hér er um að ræða riffil sem kapteinn Kirk notaði á óvini sína.

Það er bandarískur uppfinningamaður sem á heiðurinn af vopninu en byssan úr viði og lökkuð með blárri málningu.

Fleiri minnistæðir hlutir úr kvikmyndasögunni voru seldir á uppboðinu. Þar á meðal var brjóstahaldari sem Marilyn Monroe notaði í kvikmyndinni Some Like it Hot en hann fór á rúmar þrjár milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×