Erlent

Búið að bjarga pólsku námumönnunum

Búið er að bjarga 19 pólskum námumönnum úr koparnámu sem liggur í Slesíu um 400 kílómetrum suður af Varsjá.

Jarðskjálfti olli því að hluti af göngum námunnar hrundi seint í gærkvöldi. Við það lokuðust námumennirnir inni á um 600 metra dýpi. Ekki var hægt að ná sambandi við þá því skjálftinn sleit í sundur allar símalínur í námunni.

Fyrir skömmu náðu björgunarmenn til hinna innilokuðu námumanna sem reyndust allir heilir á húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×