Erlent

Kælikerfin í Fukushima virka að nýju

Tekist hefur að koma rafmagni á kælikerfin í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan að nýju.

Eins og við greindum frá í fréttum í gær olli rafmagnsbilun því að kælikerfin í þremur af fjórum kjarnakljúfum versins urðu óvirk. Notaðar úranstangir sem kælikerfin halda köldum náðu aldrei að hitna að ráði þann hálfa sólarhring sem tók að koma kerfunum í gang en þau urðu virk á ný skömmu eftir miðnættið í nótt.

Enn er verið að rannsaka hvað olli rafmagnsbiluninni sem sló kælikerfin út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×