Erlent

Elísabet Bretadrottning er óðum að braggast

Elísabet Bretadrottning virðist hafa náð sér alveg af magakveisunni sem hefur hrjáð hana undanfarnar vikur.

Elísabet verður viðstödd við hátíðlega athöfn í dag í Baker Street lestarstöðinni þar sem haldið verður upp á 150 ára afmæli neðanjarðarlestakerfisins í London. Þetta verður í fyrsta sinn í rúma viku sem drottningin sést opinberlega.

Með drottningunni í för verða eiginmaður hennar, Philip prins, og þau Vilhjálmur prins og eiginkona hans Katrín Middleton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×