Erlent

Kaffidrykkjumenn valda færri slysum

Mörgum þykir kaffisopinn góður.
Mörgum þykir kaffisopinn góður. Mynd/Getty
Vörubílstjórar sem drekka kaffi eru síður líklegir til þess að valda umferðarslysum en þeir sem drekka það ekki.

Þetta eru niðurstöður ástralskrar rannsóknar þar sem 530 bílstjórar sem nýlega hafa lent í slysi voru bornir saman við 517 aðra bílstjóra.

Þar komi í ljós að kaffi og aðrir koffíndrykkir minnka slysahættuna töluvert, og að sögn læknaritsins British Medical Journal er það líklega vegna þess að koffín eykur einbeitingu og viðbragðsflýti.

Bílstjórar sem neyta koffíns til þess að halda sér vakandi við aksturinn eru samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar 63 prósentum ólíklegri til þess að valda slysi en bílstjórarnir sem neyta þess ekki.

Sérfræðingar í umferðaröryggi segja þó að kaffi eigi alls ekki að koma í stað svefns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×