Erlent

Svartur reykur í annað sinn

Svarti reykurinn eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna.
Svarti reykurinn eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna.
Kardinálarnir hundrað og fimmtán komu aftur saman í Sixtínsku kapellunni í morgun til þess að greiða atkvæði um eftirmann Benedikts XVI páfa.

Kardinálarnir kjósa fjórum sinnum á dag og núna rétt fyrir fréttir barst svartur reykur upp úr skorsteini kapellunnar, það mun gerast eftir hverja kosningu þar til samkomulag hefur náðst um nýjan páfa - þá kemur hvítur reykur.

Kosið verður þar til einn kardináli fær 77 atkvæði, eða 2/3 atkvæða. Allur gangur er á því hversu langan tíma það tekur að velja nýjan páfa - það hefur tekið allt frá nokkrum dögum upp í þrjú ár.

Allir helstu fjölmiðlar heims fylgjast vel með reykháfinum. Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með útsendingu frá The Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×