Fyrstu sönnunargögn um að Mars hafi verið lífvænlegur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2013 15:50 Sjálfsmynd sem Curiosity tók á John Klein svæðinu þar sem hann undirbjó fyrstu borunina á annarri reikistjörnu. Sjá má merki um fyrstu prófanir borsins neðarlega vinstra megin. Á þessum stað hefur Curiosity fundið sönnunargögn þess efnis að Mars hafi eitt sinn líkega verið lífvænlegur. Mynd: NASA/JPL-Caltech/MSSS Fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna á borsýnunum sem geimjeppinn Curiosity safnaði á plánetunni Mars voru kynntar í gær. Efnafræðileg, steindafræðileg og jarðmyndunarleg sönnunargögn benda til þess að jeppinn standi á fornum vatnsbotni á Mars. Á vatnsbotninum hafa örverur sennilega getað þrifist en um er að ræða fyrstu sönnunargögn þess efnis að Mars hafi verið lífvænlegur. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, hefur skrifað ítarlega umfjöllun um tíðindin á Stjörnufræðivefinn. „Setbergið sem Curiosty boraði í á John Klein svæðinu í Yellowknife flóa var eitt sinn botn á stöðuvatni. Það inniheldur mikið af leirsteindum, t.d. smektít sem myndast í vatni við hlutlaust sýrustig. Þar eru einnig neikvætt hlaðnar og mixuð efni sem veita nauðsynlega orkuuppsrettu. Bergið í Gale gígnum sýnir að umhverfið þar var mun þægilegra en það salta, súra og ólífvænlega umhverfi sem Spirit og Opportunity hafa kannað," skrifar Sævar. Hann bendir á að þessi stórmerka uppgötvun sé ekki aðeins Curiosity að þakka og því sé mikilvægt að halda til haga. „Sú ákvörðun að lenda jeppanum í Gale gígnum og aka að þeim stað sem hann er nú á byggir á upplýsingum sem geimför á braut um Mars hafa aflað á undanförnum ár. Ferðalög Curiosity eru valin út frá því sem þessi geimför sjá." Sævar segir að um mestu uppgötvun Curiosity til þessa sé að ræða en þó sé markmiðum leiðangursins ekki fyllilega náð: Að finna út hvort Mars sé eða hafi verið lífvænlegur. „Þetta er þó mikilvægt skref í rétta átt. Menn eiga mikið verk fyrir höndum við að skilja hve lengi umhverfið var lífvænlegt. Hver eru tengslin milli stöðuvatnasetsins á John Klein svæðinu og setlaganna í Sharpfjalli?"Nánar hér. Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Fyrstu niðurstöður rannsókna vísindamanna á borsýnunum sem geimjeppinn Curiosity safnaði á plánetunni Mars voru kynntar í gær. Efnafræðileg, steindafræðileg og jarðmyndunarleg sönnunargögn benda til þess að jeppinn standi á fornum vatnsbotni á Mars. Á vatnsbotninum hafa örverur sennilega getað þrifist en um er að ræða fyrstu sönnunargögn þess efnis að Mars hafi verið lífvænlegur. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, hefur skrifað ítarlega umfjöllun um tíðindin á Stjörnufræðivefinn. „Setbergið sem Curiosty boraði í á John Klein svæðinu í Yellowknife flóa var eitt sinn botn á stöðuvatni. Það inniheldur mikið af leirsteindum, t.d. smektít sem myndast í vatni við hlutlaust sýrustig. Þar eru einnig neikvætt hlaðnar og mixuð efni sem veita nauðsynlega orkuuppsrettu. Bergið í Gale gígnum sýnir að umhverfið þar var mun þægilegra en það salta, súra og ólífvænlega umhverfi sem Spirit og Opportunity hafa kannað," skrifar Sævar. Hann bendir á að þessi stórmerka uppgötvun sé ekki aðeins Curiosity að þakka og því sé mikilvægt að halda til haga. „Sú ákvörðun að lenda jeppanum í Gale gígnum og aka að þeim stað sem hann er nú á byggir á upplýsingum sem geimför á braut um Mars hafa aflað á undanförnum ár. Ferðalög Curiosity eru valin út frá því sem þessi geimför sjá." Sævar segir að um mestu uppgötvun Curiosity til þessa sé að ræða en þó sé markmiðum leiðangursins ekki fyllilega náð: Að finna út hvort Mars sé eða hafi verið lífvænlegur. „Þetta er þó mikilvægt skref í rétta átt. Menn eiga mikið verk fyrir höndum við að skilja hve lengi umhverfið var lífvænlegt. Hver eru tengslin milli stöðuvatnasetsins á John Klein svæðinu og setlaganna í Sharpfjalli?"Nánar hér.
Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira