Lögreglumanni vikið frá rannsókn

Sjálfur er hann til rannsóknar vegna gruns um morðtilraun, þar sem hann ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum er sagður hafa skotið á sjö farþega í smárútu í þeim tilgangi að stöðva rútuna. Eru mennirnir grunaðir um að hafa verið ölvaðir á vakt.
Ríkislögreglustjóri Suður-Afríku, Mangwashi Phiyega, segir Botha þaulreyndan rannsóknarlögreglumann og enn sé hann aðeins til rannsóknar. Í hans stað vill hún fela Vinesh Moonoo rannsóknina, og segir hann einn fremsta rannsóknarlögreglumann landsins.
Enn hefur dómari ekki ákveðið hvort Pistorius verði látinn laus gegn tryggingu.
Tengdar fréttir

Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar
Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun.

Hávaðarifrildi og öskur heyrðust frá íbúðinni
Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram.

Hver er Oscar Pistorius?
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður?

Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp
Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt.

Dagur þrjú á enda
Þriðja degi réttarhalda um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingu er lokið. Haldið verður áfram þar sem frá var horfið í fyrramálið.

Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana
Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt.

„Eins og að horfa á laminn selskóp“
Verjandinn Barry Roux er sagður hafa hakkað lögreglumanninn Hilton Botha í sig í dómssalnum í Pretoria, Suður-Afríku, þar sem fram fara réttarhöld um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjaldi.