Erlent

Stjórnlaus vöruflutningabíll rann 10 kílómetra

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Mildi þykir að enginn slasaðist þegar stjórnlaus vöruflutningabíll þeyttist um hraðbraut í Þýskalandi í gær. Atvikið átti sér stað á A6 hraðbrautinni í ríkinu Baden-Württemberg.

Bílstjórinn, sem er tékkneskur, fékk hjartaáfall undir stýri og rann bíllinn stjórnlaus um 10 kílómetra meðfram handriðinu á hraðbrautinni. Lögreglubílar eltu vöruflutningabílinn með síernum og reyndu að ná athygli bílstjórans en hann var meðvitundarlaus. Hann var fluttur á spítala og berst nú fyrir lífi sínu.

„Það er kraftaverk að enginn slasaðist," segir lögreglumaður sem tók þátt í eltingaleiknum. Fjölmargir bílar skemmdust en vöruflutningabíllinn stöðvaðist að lokum - sem betur fer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×