Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 0-1 Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 6. maí 2012 00:01 Skagamenn byrja tímabilið frábærlega en liðið bara sigur úr býtum, 1-0, gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. Það var varamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem skoraði eina mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Gary Martin. Leikurinn hófst virkilega rólega og mikil vorbragur á leik beggja liða. Heimamenn voru sprækari og sýndu ágætis tilþrif sóknarlega en á sama tíma voru Skagamenn alveg andlausir og virkilega bragðdaufir. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir skelfilegan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið mun skárri og liðin bæði töluvert hressari. Skagamenn fóru að láta boltann vinna og reyndu eins og þeir gátu að teygja á þéttri vörn Blika. Bætt spilamennska Skagamanna lagði grunninn að fyrsta markið leiksins. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Gary Martin, leikmaður ÍA, fína sendingu upp hægri kantinn. Englendingurinn lék listilega vel á Kristinn Jónsson, leikmann Breiðabliks, og gaf boltann fyrir markið. Þar tók Jón Vilhelm Ákason vel á móti boltanum og lagði knöttinn í markið alveg óverjandi fyrir Sigmar Inga Sigurðarson markvörð Breiðabliks. Fleiri voru mörkin ekki og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild karla í knattspyrnu frá árinu 2008. Fínn byrjun hjá nýliðunum. Þórður: Frábær byrjun„Tilfinningin er gríðarlega góð," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn. „Við spiluðum ekki góðan sóknarleik í fyrri hálfleiknum en héldum alltaf vörninni sterkri. Í hálfleik töluðum við um að bæta sóknina og keyra meira í bakið á þeim." „Sóknarleikur okkar varð mun markvissari og betri í síðari hálfleiknum og það skóp þennan sigur." „Það er talað um okkur eins og við höfum verið í deildinni í tíu ár og fólk býst við miklu af liðinu, það er bara af hinu góða og við þurfum að standast pressuna." Hægt er að sjá viðtalið við Þórð í heild sinni hér að ofan. Kári: Manni líður vel á þessum velli„Maður þekkir aðstæður hér vel og frábært fyrir okkur að byrja tímabilið á sigri," sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var barningsleikur og þeir voru mun meira með boltann eins og við var búist. Þeir voru greinilega búnir að kortleggja okkur vel fyrir leikinn en við héldum sjó og unnum sterkan sigur." Gary Martin átti frábæran leik fyrir Skagamenn í kvöld og lagði upp eina mark leiksins. „Þessi strákur á mikið meira inni en hann sýndi í dag. Hann sýndi frábær tilþrif þegar hann lagði upp markið og mun reynast okkur vel í sumar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kára með því að ýta hér. Ólafur: Fínt að vera laus við frumsýningarskrekkinn„Það er fínt að vera komin í gang og frumsýningarskrekkurinn farinn úr manni, en við erum auðvita ekki sáttir með úrslitin," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið í kvöld. „Við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi þrátt fyrir að vera mun meira með boltann, það vantaði gæði í úrslitasendingar." „Við létum lítið reyna á markmanninn þeirra og náðum varla að skapa okkur hættulegt marktækifæri." „Við klikkum á grundvallaratriði þegar þeir skora markið og þurfum að skoða það betur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því ýta hér. Jóhannes Karl: Ég var mjög spenntur fyrir þessum leik„Ég var svakalega spenntur fyrir þessum leik og virkilega gaman að vera komin til baka eftir fjórtán ára fjarveru," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Við lékum bara heilt yfir vel og maður er auðvita sáttur með þrjú stig í fyrsta leik. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur af okkar hálfu en við héldum varnarleiknum samt alltaf fínum og Blikar áttu í erfileikum með að opna okkur." „Við ræddum um það í hálfleik að byrja spila boltanum meira á milli okkar og reyna að teygja á vörn Blika. Mér fannst við ná því nokkuð vel og það endaði með marki."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhannes með því að ýta hér.Mynd/Pjetur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Skagamenn byrja tímabilið frábærlega en liðið bara sigur úr býtum, 1-0, gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. Það var varamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem skoraði eina mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Gary Martin. Leikurinn hófst virkilega rólega og mikil vorbragur á leik beggja liða. Heimamenn voru sprækari og sýndu ágætis tilþrif sóknarlega en á sama tíma voru Skagamenn alveg andlausir og virkilega bragðdaufir. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir skelfilegan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið mun skárri og liðin bæði töluvert hressari. Skagamenn fóru að láta boltann vinna og reyndu eins og þeir gátu að teygja á þéttri vörn Blika. Bætt spilamennska Skagamanna lagði grunninn að fyrsta markið leiksins. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Gary Martin, leikmaður ÍA, fína sendingu upp hægri kantinn. Englendingurinn lék listilega vel á Kristinn Jónsson, leikmann Breiðabliks, og gaf boltann fyrir markið. Þar tók Jón Vilhelm Ákason vel á móti boltanum og lagði knöttinn í markið alveg óverjandi fyrir Sigmar Inga Sigurðarson markvörð Breiðabliks. Fleiri voru mörkin ekki og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild karla í knattspyrnu frá árinu 2008. Fínn byrjun hjá nýliðunum. Þórður: Frábær byrjun„Tilfinningin er gríðarlega góð," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn. „Við spiluðum ekki góðan sóknarleik í fyrri hálfleiknum en héldum alltaf vörninni sterkri. Í hálfleik töluðum við um að bæta sóknina og keyra meira í bakið á þeim." „Sóknarleikur okkar varð mun markvissari og betri í síðari hálfleiknum og það skóp þennan sigur." „Það er talað um okkur eins og við höfum verið í deildinni í tíu ár og fólk býst við miklu af liðinu, það er bara af hinu góða og við þurfum að standast pressuna." Hægt er að sjá viðtalið við Þórð í heild sinni hér að ofan. Kári: Manni líður vel á þessum velli„Maður þekkir aðstæður hér vel og frábært fyrir okkur að byrja tímabilið á sigri," sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var barningsleikur og þeir voru mun meira með boltann eins og við var búist. Þeir voru greinilega búnir að kortleggja okkur vel fyrir leikinn en við héldum sjó og unnum sterkan sigur." Gary Martin átti frábæran leik fyrir Skagamenn í kvöld og lagði upp eina mark leiksins. „Þessi strákur á mikið meira inni en hann sýndi í dag. Hann sýndi frábær tilþrif þegar hann lagði upp markið og mun reynast okkur vel í sumar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kára með því að ýta hér. Ólafur: Fínt að vera laus við frumsýningarskrekkinn„Það er fínt að vera komin í gang og frumsýningarskrekkurinn farinn úr manni, en við erum auðvita ekki sáttir með úrslitin," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið í kvöld. „Við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi þrátt fyrir að vera mun meira með boltann, það vantaði gæði í úrslitasendingar." „Við létum lítið reyna á markmanninn þeirra og náðum varla að skapa okkur hættulegt marktækifæri." „Við klikkum á grundvallaratriði þegar þeir skora markið og þurfum að skoða það betur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því ýta hér. Jóhannes Karl: Ég var mjög spenntur fyrir þessum leik„Ég var svakalega spenntur fyrir þessum leik og virkilega gaman að vera komin til baka eftir fjórtán ára fjarveru," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Við lékum bara heilt yfir vel og maður er auðvita sáttur með þrjú stig í fyrsta leik. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur af okkar hálfu en við héldum varnarleiknum samt alltaf fínum og Blikar áttu í erfileikum með að opna okkur." „Við ræddum um það í hálfleik að byrja spila boltanum meira á milli okkar og reyna að teygja á vörn Blika. Mér fannst við ná því nokkuð vel og það endaði með marki."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhannes með því að ýta hér.Mynd/Pjetur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira