Reglur víða verið hertar gudsteinn@frettabladid.is skrifar 19. desember 2012 00:01 Látinna minnst Skólanemandi í Newtown leggur blómvönd niður fyrir utan Sandy Hook-barnaskólann, þar sem hinn tvítugi Adam Lanza myrti 20 börn á leikskólaaldri, sex konur, þar á meðal móður sína, og svipti svo sjálfan sig lífi. nordicphotos/AFP Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra. Hann var vopnaður fjórum skammbyssum sem hann hafði keypt sér með löglegum hætti. Næstu vikurnar hófu íbúar í Dunblane, átta þúsund manna bæ, baráttu fyrir því að löggjöf um byssueign yrði hert. Á skömmum tíma söfnuðust 750 þúsund undirskriftir, og árið eftir tóku gildi lög sem banna einstaklingum að eiga skammbyssur. Svipuð herferð skilaði einnig sambærilegum árangri í Ástralíu eftir að morðingi á eyjunni Tasmaníu myrti 35 manns með hálfsjálfvirkum hríðskotariffli, en þetta gerðist einnig árið 1996. Í Bandaríkjunum hafa kröfur um strangari löggjöf um byssueign farið af stað í hvert sinn sem fjöldamorð eru framin þar með skotvopnum, en slíkt hefur orðið æ algengara síðustu ár og áratugi. Margir telja sig sjá merki þess að nú sé betri jarðvegur meðal bandarískra ráðamanna en oft áður fyrir löggjöf af þessu tagi, en aðrir eru svartsýnni og benda á að samtök byssueigenda hafi jafnan náð að dempa niður allar hræringar í þá átt í Bandaríkjunum, ekki síst með öflugum ítökum sínum á þjóðþingi Bandaríkjanna. Þeir bjartsýnu segja að kröfur um hertar reglur hafi í þetta skiptið hlotið óvenjugóðar undirtektir meðal repúblikana. Þingmenn repúblikana í fulltrúadeild þingsins héldu í gær lokaðan fund um málið. Að loknum fundinum tóku sumir þeirra vel í að hert löggjöf komi til greina. Þá vekur það einnig bjartsýni að demókratinn Harry Reid, sem er leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeild, segir nú tíma kominn til að setja þetta mál á dagskrá þingsins. Hann hefur til þessa verið afar tortrygginn á allar hömlur á byssueign, og neitaði til dæmis að taka málið á dagskrá deildarinnar í kjölfar fjöldamorðanna í kvikmyndahúsi í bænum Aurora. Barack Obama forseti hefur talað varlega, hugsanlega til þess að espa ekki byssufólk á móti sér, en talsmaður hans segir að hann ætli að setja þessi mál í forgang á seinna kjörtímabili sínu. Repúblikaninn Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hefur hins vegar stigið fram og lagt mikla áherslu á að herða verði reglur um byssueign. „Ég ætla að berjast, og þið eigið að berjast líka," sagði hann á mánudag, þegar hann hitti hóp af fólki sem ýmist hefur lifað af skotárásir á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum eða misst ættingja sína í slíkum árásum: „Þetta er hneyksli. Við erum að drepa hvert annað." Fréttir Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Sjá meira
Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra. Hann var vopnaður fjórum skammbyssum sem hann hafði keypt sér með löglegum hætti. Næstu vikurnar hófu íbúar í Dunblane, átta þúsund manna bæ, baráttu fyrir því að löggjöf um byssueign yrði hert. Á skömmum tíma söfnuðust 750 þúsund undirskriftir, og árið eftir tóku gildi lög sem banna einstaklingum að eiga skammbyssur. Svipuð herferð skilaði einnig sambærilegum árangri í Ástralíu eftir að morðingi á eyjunni Tasmaníu myrti 35 manns með hálfsjálfvirkum hríðskotariffli, en þetta gerðist einnig árið 1996. Í Bandaríkjunum hafa kröfur um strangari löggjöf um byssueign farið af stað í hvert sinn sem fjöldamorð eru framin þar með skotvopnum, en slíkt hefur orðið æ algengara síðustu ár og áratugi. Margir telja sig sjá merki þess að nú sé betri jarðvegur meðal bandarískra ráðamanna en oft áður fyrir löggjöf af þessu tagi, en aðrir eru svartsýnni og benda á að samtök byssueigenda hafi jafnan náð að dempa niður allar hræringar í þá átt í Bandaríkjunum, ekki síst með öflugum ítökum sínum á þjóðþingi Bandaríkjanna. Þeir bjartsýnu segja að kröfur um hertar reglur hafi í þetta skiptið hlotið óvenjugóðar undirtektir meðal repúblikana. Þingmenn repúblikana í fulltrúadeild þingsins héldu í gær lokaðan fund um málið. Að loknum fundinum tóku sumir þeirra vel í að hert löggjöf komi til greina. Þá vekur það einnig bjartsýni að demókratinn Harry Reid, sem er leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeild, segir nú tíma kominn til að setja þetta mál á dagskrá þingsins. Hann hefur til þessa verið afar tortrygginn á allar hömlur á byssueign, og neitaði til dæmis að taka málið á dagskrá deildarinnar í kjölfar fjöldamorðanna í kvikmyndahúsi í bænum Aurora. Barack Obama forseti hefur talað varlega, hugsanlega til þess að espa ekki byssufólk á móti sér, en talsmaður hans segir að hann ætli að setja þessi mál í forgang á seinna kjörtímabili sínu. Repúblikaninn Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hefur hins vegar stigið fram og lagt mikla áherslu á að herða verði reglur um byssueign. „Ég ætla að berjast, og þið eigið að berjast líka," sagði hann á mánudag, þegar hann hitti hóp af fólki sem ýmist hefur lifað af skotárásir á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum eða misst ættingja sína í slíkum árásum: „Þetta er hneyksli. Við erum að drepa hvert annað."
Fréttir Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Sjá meira