Tugþúsundir andæfa yfirgangi forsetans gudsteinn@frettabladid.is skrifar 24. nóvember 2012 00:30 Átök í Kaíró Mótmælendur bera félaga sinn, sem særðist í átökum, til að koma honum undir læknishendur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tugir manna slösuðust í átökum milli stuðningsmanna og andstæðinga Mohammeds Morsi Egyptalandsforseta, sem brutust út í Kaíró í gær út af stjórnarskrárbreytingum forsetans. Morsi kynnti stjórnarskrárbreytingarnar á fimmtudaginn, en með þeim tekur hann sér einhliða nánast alræðisvald í landinu. Tugir þúsunda manna komu saman í gær á Tahrir-torgi í Kaíró til að mótmæla þessu og krefjast þess að lýðræði yrði í hávegum haft. Kveikt var í skrifstofum Bræðralags múslíma í nokkrum helstu borgum landsins, en stjórnmálaflokkur Morsis er afsprengi þeirra samtaka. Stuðningsmenn Morsis segja stjórnarskrárbreytingarnar rökrétt skref til þess að tryggja að sá árangur, sem náðist þegar Hosni Mubarak var steypt af stóli, verði ekki að engu. Þetta sé eina leiðin til að koma í veg fyrir að ekkert verði úr þeim breytingum á stjórnskipan landsins, sem unnið hefur verið að síðustu mánuði. Fyrr á þessu ári leystu dómstólar upp bæði nýkjörið þjóðþing og stjórnlagaþing landsins. Í byrjun næsta mánaðar hugðist hæstiréttur Egyptalands síðan kveða upp úrskurð um það hvort efri deild þingsins hefði verið rétt kjörin. Sjálfur hélt Morsi ræðu í gær fyrir þúsundir stuðningsmanna sinna þar sem hann sagði þessar ráðstafanir nauðsynlegar til að stöðva þau „meindýr" sem hann segir reyna að koma í veg fyrir framfarir í landinu. Morsi segir að breytingarnar eigi einungis að vera tímabundnar. Þær falli sjálfkrafa úr gildi þegar ný stjórnarskrá tekur gildi í landinu. Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Tugir manna slösuðust í átökum milli stuðningsmanna og andstæðinga Mohammeds Morsi Egyptalandsforseta, sem brutust út í Kaíró í gær út af stjórnarskrárbreytingum forsetans. Morsi kynnti stjórnarskrárbreytingarnar á fimmtudaginn, en með þeim tekur hann sér einhliða nánast alræðisvald í landinu. Tugir þúsunda manna komu saman í gær á Tahrir-torgi í Kaíró til að mótmæla þessu og krefjast þess að lýðræði yrði í hávegum haft. Kveikt var í skrifstofum Bræðralags múslíma í nokkrum helstu borgum landsins, en stjórnmálaflokkur Morsis er afsprengi þeirra samtaka. Stuðningsmenn Morsis segja stjórnarskrárbreytingarnar rökrétt skref til þess að tryggja að sá árangur, sem náðist þegar Hosni Mubarak var steypt af stóli, verði ekki að engu. Þetta sé eina leiðin til að koma í veg fyrir að ekkert verði úr þeim breytingum á stjórnskipan landsins, sem unnið hefur verið að síðustu mánuði. Fyrr á þessu ári leystu dómstólar upp bæði nýkjörið þjóðþing og stjórnlagaþing landsins. Í byrjun næsta mánaðar hugðist hæstiréttur Egyptalands síðan kveða upp úrskurð um það hvort efri deild þingsins hefði verið rétt kjörin. Sjálfur hélt Morsi ræðu í gær fyrir þúsundir stuðningsmanna sinna þar sem hann sagði þessar ráðstafanir nauðsynlegar til að stöðva þau „meindýr" sem hann segir reyna að koma í veg fyrir framfarir í landinu. Morsi segir að breytingarnar eigi einungis að vera tímabundnar. Þær falli sjálfkrafa úr gildi þegar ný stjórnarskrá tekur gildi í landinu.
Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira