Erlent

Bar við stóreflis ostaframleiðslu

Ostur Maðurinn sagðist ætla að smygla 700 lítrum af mjólk til ostagerðar.
Ostur Maðurinn sagðist ætla að smygla 700 lítrum af mjólk til ostagerðar.
Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til sektar sem nemur um 125 þúsund íslenskum krónum fyrir smygl á mjólk og kjúklingum.

Maðurinn var staðinn að verki þar sem 700 lítrar af mjólk og sjö lifandi kjúklingar fundust í bíl hans í júní þegar hann sneri aftur frá Svíþjóð.

Maðurinn bar því við að hann hefði keypt kjúklingana í Noregi, fyrir dóttur sína, en þurft að taka þá með sér til Svíþjóðar í verslunarferð þar sem hann fékk engan til að líta eftir þeim.

Mjólkina sagðist hann hafa ætlað til ostagerðar fyrir tíu fjölskyldur, en rétturinn gerði bæði mjólkina og fuglana upptæka.

- þj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×