Erlent

Brahimi heldur í veika von

Mahmoud Ahmadinejad Forsætisráðherra Írans kokhraustur að venju á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
nordicphotos/AFP
Mahmoud Ahmadinejad Forsætisráðherra Írans kokhraustur að venju á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. nordicphotos/AFP
Mahmoud Ahmadinejad, forsætisráðherra Írans, notaði tækifærið til að skjóta á Bandaríkin og Ísrael þegar hann steig í ræðustól á fyrsta degi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær.

Hann sagði Bandaríkin meðal annars misnota tjáningarfrelsið, halda hlífiskildi yfir kjarnorkuvæddu „gerviríki" og misnota ásamt Rússlandi og Kína neitunarvald sitt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að mismuna ríkjum.

Stemningin á þinginu var þung fyrsta daginn, enda ýmis erfið mál að flækjast fyrir ríkjaleiðtogunum.

Athyglin beindist meðal annars að átökunum í Sýrlandi. Lakhdar Brahimi, friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins, mætti í fyrsta sinn í gær á fund hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og sagði ástandið í Sýrlandi vera „skelfilega vont og versnandi".

Hann vildi þó ekki gefa upp alla von, heldur sagði að „nú þegar ég hef fengið aðeins betri upplýsingar um það sem er að gerast í landinu og í heimshlutanum, þá tel ég að við getum fundið glufu í náinni framtíð". - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×