Forsetinn og herinn takast á um völdin 10. júlí 2012 01:00 Auður salur Hermenn stóðu vörð um þinghúsið í gær, en ekki kom til átaka. Fylgjendur forsetans sýndu stuðning sinn á götum úti og ástandið er eldfimt í landinu.fréttablaðið/ap Hæstiréttur Egyptalands gerði að engu í gær tilskipun forsetans, Mohammeds Morsi, um að þingið kæmi aftur saman. Hæstiréttur hafði úrskurðað þingið ólöglegt, þar sem ágallar hefðu verið á kosningunum. Forsetinn tilkynnti hins vegar á sunnudag að þingið kæmi saman á ný. Ljóst er að ólíkar fylkingar takast á í æðstu stjórnarstofnunum Egyptalands. Herinn hefur verið lengi verið ein öflugasta valdastofnun landsins og allir fjórir forsetar lýðveldisins, á undan Morsi, komu úr röðum hans. Eftir byltinguna í Egyptalandi í fyrra var boðað til þingkosninga. Tveir þriðju hlutar egypska þingsins eru kosnir af flokkslistum en einn þriðji einstaklingskjöri. Hæstiréttur úrskurðaði í síðasta mánuði að ólöglegt hefði verið að frambjóðendur stjórnmálaflokka hefðu boðið sig fram í einstaklingskjöri. Undirliggjandi er valdabarátta í landinu, en öflugasti flokkur landsins er harðlínuflokkurinn Bræðralag múslima. Tilkynning Morsi, um endurkomu þingsins, kom nokkuð á óvart og var litið á hana sem leik í valdatafli hans við herinn. Með henni hafi hann viljað styrkja sig í sessi sem forseta, en landinu er í raun stjórnað eftir tilskipunum hersins. Morsi tilkynnti einnig um að kosið yrði að nýju til þings innan 60 daga frá því að ný stjórnarskrá tæki gildi, en ekki er búist við að hún verði tilbúin fyrr en seint á þessu ári. Herinn stóð vörð um þinghúsið í gær, en ekki voru allir þingmenn sáttir við ákvörðun forsetans. „Hvernig getum við komið saman þvert á úrskurð Hæstaréttar?" sagði Imad Gad, frjálslyndur þingmaður. „Við verðum að halda lög og stofnanir ríkisins í heiðri." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Hæstiréttur Egyptalands gerði að engu í gær tilskipun forsetans, Mohammeds Morsi, um að þingið kæmi aftur saman. Hæstiréttur hafði úrskurðað þingið ólöglegt, þar sem ágallar hefðu verið á kosningunum. Forsetinn tilkynnti hins vegar á sunnudag að þingið kæmi saman á ný. Ljóst er að ólíkar fylkingar takast á í æðstu stjórnarstofnunum Egyptalands. Herinn hefur verið lengi verið ein öflugasta valdastofnun landsins og allir fjórir forsetar lýðveldisins, á undan Morsi, komu úr röðum hans. Eftir byltinguna í Egyptalandi í fyrra var boðað til þingkosninga. Tveir þriðju hlutar egypska þingsins eru kosnir af flokkslistum en einn þriðji einstaklingskjöri. Hæstiréttur úrskurðaði í síðasta mánuði að ólöglegt hefði verið að frambjóðendur stjórnmálaflokka hefðu boðið sig fram í einstaklingskjöri. Undirliggjandi er valdabarátta í landinu, en öflugasti flokkur landsins er harðlínuflokkurinn Bræðralag múslima. Tilkynning Morsi, um endurkomu þingsins, kom nokkuð á óvart og var litið á hana sem leik í valdatafli hans við herinn. Með henni hafi hann viljað styrkja sig í sessi sem forseta, en landinu er í raun stjórnað eftir tilskipunum hersins. Morsi tilkynnti einnig um að kosið yrði að nýju til þings innan 60 daga frá því að ný stjórnarskrá tæki gildi, en ekki er búist við að hún verði tilbúin fyrr en seint á þessu ári. Herinn stóð vörð um þinghúsið í gær, en ekki voru allir þingmenn sáttir við ákvörðun forsetans. „Hvernig getum við komið saman þvert á úrskurð Hæstaréttar?" sagði Imad Gad, frjálslyndur þingmaður. „Við verðum að halda lög og stofnanir ríkisins í heiðri." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira