Forsetinn og herinn takast á um völdin 10. júlí 2012 01:00 Auður salur Hermenn stóðu vörð um þinghúsið í gær, en ekki kom til átaka. Fylgjendur forsetans sýndu stuðning sinn á götum úti og ástandið er eldfimt í landinu.fréttablaðið/ap Hæstiréttur Egyptalands gerði að engu í gær tilskipun forsetans, Mohammeds Morsi, um að þingið kæmi aftur saman. Hæstiréttur hafði úrskurðað þingið ólöglegt, þar sem ágallar hefðu verið á kosningunum. Forsetinn tilkynnti hins vegar á sunnudag að þingið kæmi saman á ný. Ljóst er að ólíkar fylkingar takast á í æðstu stjórnarstofnunum Egyptalands. Herinn hefur verið lengi verið ein öflugasta valdastofnun landsins og allir fjórir forsetar lýðveldisins, á undan Morsi, komu úr röðum hans. Eftir byltinguna í Egyptalandi í fyrra var boðað til þingkosninga. Tveir þriðju hlutar egypska þingsins eru kosnir af flokkslistum en einn þriðji einstaklingskjöri. Hæstiréttur úrskurðaði í síðasta mánuði að ólöglegt hefði verið að frambjóðendur stjórnmálaflokka hefðu boðið sig fram í einstaklingskjöri. Undirliggjandi er valdabarátta í landinu, en öflugasti flokkur landsins er harðlínuflokkurinn Bræðralag múslima. Tilkynning Morsi, um endurkomu þingsins, kom nokkuð á óvart og var litið á hana sem leik í valdatafli hans við herinn. Með henni hafi hann viljað styrkja sig í sessi sem forseta, en landinu er í raun stjórnað eftir tilskipunum hersins. Morsi tilkynnti einnig um að kosið yrði að nýju til þings innan 60 daga frá því að ný stjórnarskrá tæki gildi, en ekki er búist við að hún verði tilbúin fyrr en seint á þessu ári. Herinn stóð vörð um þinghúsið í gær, en ekki voru allir þingmenn sáttir við ákvörðun forsetans. „Hvernig getum við komið saman þvert á úrskurð Hæstaréttar?" sagði Imad Gad, frjálslyndur þingmaður. „Við verðum að halda lög og stofnanir ríkisins í heiðri." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Hæstiréttur Egyptalands gerði að engu í gær tilskipun forsetans, Mohammeds Morsi, um að þingið kæmi aftur saman. Hæstiréttur hafði úrskurðað þingið ólöglegt, þar sem ágallar hefðu verið á kosningunum. Forsetinn tilkynnti hins vegar á sunnudag að þingið kæmi saman á ný. Ljóst er að ólíkar fylkingar takast á í æðstu stjórnarstofnunum Egyptalands. Herinn hefur verið lengi verið ein öflugasta valdastofnun landsins og allir fjórir forsetar lýðveldisins, á undan Morsi, komu úr röðum hans. Eftir byltinguna í Egyptalandi í fyrra var boðað til þingkosninga. Tveir þriðju hlutar egypska þingsins eru kosnir af flokkslistum en einn þriðji einstaklingskjöri. Hæstiréttur úrskurðaði í síðasta mánuði að ólöglegt hefði verið að frambjóðendur stjórnmálaflokka hefðu boðið sig fram í einstaklingskjöri. Undirliggjandi er valdabarátta í landinu, en öflugasti flokkur landsins er harðlínuflokkurinn Bræðralag múslima. Tilkynning Morsi, um endurkomu þingsins, kom nokkuð á óvart og var litið á hana sem leik í valdatafli hans við herinn. Með henni hafi hann viljað styrkja sig í sessi sem forseta, en landinu er í raun stjórnað eftir tilskipunum hersins. Morsi tilkynnti einnig um að kosið yrði að nýju til þings innan 60 daga frá því að ný stjórnarskrá tæki gildi, en ekki er búist við að hún verði tilbúin fyrr en seint á þessu ári. Herinn stóð vörð um þinghúsið í gær, en ekki voru allir þingmenn sáttir við ákvörðun forsetans. „Hvernig getum við komið saman þvert á úrskurð Hæstaréttar?" sagði Imad Gad, frjálslyndur þingmaður. „Við verðum að halda lög og stofnanir ríkisins í heiðri." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira