Mladic segist enga glæpi hafa framið 17. maí 2012 00:15 Mladic er orðinn sjötugur en virtist við betri heilsu í gær en þegar hann hefur áður mætt fyrir rétti. nordicphotos/AFP Sækjandi við stríðsglæpadómstól í Haag segir að Ratko Mladic herforingi og sveitir hans hafi verið orðnar vel þjálfaðar í morðum þegar kom að fjöldamorðunum í Srebrenica sumarið 1995. Aðalmeðferð í réttarhöldum hans er hafin. „Ég tók ekki þátt í neinum glæpum. Ég hef aðeins varið þjóð mína," sagði Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba, sem nú situr á sakamannabekk Alþjóðasakadómstólsins í Haag. Hann er sakaður um margvíslega stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í tengslum við Bosníustríðið, sem geisaði á árunum 1992-95. Aðalmeðferð í málinu hófst með málflutningi saksóknara í gær, tæpu ári eftir að Mladic var handtekinn í fjallaþorpi í norðanverðri Serbíu. Hann hafði þá verið í felum fyrir réttvísinni í fimmtán ár. Saksóknarinn Dermot Groome sagði aðild Mladic að stríðsglæpum gegn Bosníu-mönnum hafa byrjað í maí árið 1992, fyrir nánast nákvæmlega tveimur áratugum, þegar hann varð yfirmaður herráðs Serba. Rúmum þremur árum síðar, þegar fjöldamorðin voru framin í Srebrenica, segir Groome að Mladic og hersveitir hans hafa verið orðna „vel æfða í þeirri iðn að fremja morð". Um átta þúsund manns, mest karlar og drengir, voru myrtir í Srebrenica sumarið 1995 í verstu fjöldamorðum Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ákærurnar á hendur Mladic eru í ellefu liðum, þar á meðal fyrir þjóðarmorð, ofsóknir, morð og nauðganir. Mladic vísar ákærunum á bug en hefur formlega hvorki viljað lýsa sig sekan né saklausan. Saksóknarinn ætlar að leiða meira en 400 vitni fyrir dómstólinn og hefst vitnaleiðslan í lok maí. Groome segir að í málflutningi sækjenda verði orð Mladic óspart notuð gegn honum sjálfum, og tínd til ummæli hans bæði úr dagbókum og úr útvarps- og sjónvarpsviðtölum. Við dómstólinn standa einnig yfir réttarhöld yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi forseta lýðveldis Bosníu-Serba, sem var handtekinn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, sumarið 2008. Aðalmeðferð í máli hans hófst í október 2009 en vitnaleiðslum saksóknara lauk nú í byrjun maí. Reiknað er með að málsvörn Karadzic hefjist um miðjan október. Karadzic er, eins og Mladic, sakaður um margvíslega stríðsglæpi í tengslum við Bosníustríðið. Félagi þeirra og leiðtogi, Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti bæði Serbíu og Júgóslavíu, lést hins vegar í fangelsi Alþjóðasakadómstólsins í Haag árið 2006, meðan réttarhöldunum yfir honum vegna sambærilegra glæpa var enn ólokið.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Sækjandi við stríðsglæpadómstól í Haag segir að Ratko Mladic herforingi og sveitir hans hafi verið orðnar vel þjálfaðar í morðum þegar kom að fjöldamorðunum í Srebrenica sumarið 1995. Aðalmeðferð í réttarhöldum hans er hafin. „Ég tók ekki þátt í neinum glæpum. Ég hef aðeins varið þjóð mína," sagði Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba, sem nú situr á sakamannabekk Alþjóðasakadómstólsins í Haag. Hann er sakaður um margvíslega stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í tengslum við Bosníustríðið, sem geisaði á árunum 1992-95. Aðalmeðferð í málinu hófst með málflutningi saksóknara í gær, tæpu ári eftir að Mladic var handtekinn í fjallaþorpi í norðanverðri Serbíu. Hann hafði þá verið í felum fyrir réttvísinni í fimmtán ár. Saksóknarinn Dermot Groome sagði aðild Mladic að stríðsglæpum gegn Bosníu-mönnum hafa byrjað í maí árið 1992, fyrir nánast nákvæmlega tveimur áratugum, þegar hann varð yfirmaður herráðs Serba. Rúmum þremur árum síðar, þegar fjöldamorðin voru framin í Srebrenica, segir Groome að Mladic og hersveitir hans hafa verið orðna „vel æfða í þeirri iðn að fremja morð". Um átta þúsund manns, mest karlar og drengir, voru myrtir í Srebrenica sumarið 1995 í verstu fjöldamorðum Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ákærurnar á hendur Mladic eru í ellefu liðum, þar á meðal fyrir þjóðarmorð, ofsóknir, morð og nauðganir. Mladic vísar ákærunum á bug en hefur formlega hvorki viljað lýsa sig sekan né saklausan. Saksóknarinn ætlar að leiða meira en 400 vitni fyrir dómstólinn og hefst vitnaleiðslan í lok maí. Groome segir að í málflutningi sækjenda verði orð Mladic óspart notuð gegn honum sjálfum, og tínd til ummæli hans bæði úr dagbókum og úr útvarps- og sjónvarpsviðtölum. Við dómstólinn standa einnig yfir réttarhöld yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi forseta lýðveldis Bosníu-Serba, sem var handtekinn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, sumarið 2008. Aðalmeðferð í máli hans hófst í október 2009 en vitnaleiðslum saksóknara lauk nú í byrjun maí. Reiknað er með að málsvörn Karadzic hefjist um miðjan október. Karadzic er, eins og Mladic, sakaður um margvíslega stríðsglæpi í tengslum við Bosníustríðið. Félagi þeirra og leiðtogi, Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti bæði Serbíu og Júgóslavíu, lést hins vegar í fangelsi Alþjóðasakadómstólsins í Haag árið 2006, meðan réttarhöldunum yfir honum vegna sambærilegra glæpa var enn ólokið.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira