Mladic segist enga glæpi hafa framið 17. maí 2012 00:15 Mladic er orðinn sjötugur en virtist við betri heilsu í gær en þegar hann hefur áður mætt fyrir rétti. nordicphotos/AFP Sækjandi við stríðsglæpadómstól í Haag segir að Ratko Mladic herforingi og sveitir hans hafi verið orðnar vel þjálfaðar í morðum þegar kom að fjöldamorðunum í Srebrenica sumarið 1995. Aðalmeðferð í réttarhöldum hans er hafin. „Ég tók ekki þátt í neinum glæpum. Ég hef aðeins varið þjóð mína," sagði Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba, sem nú situr á sakamannabekk Alþjóðasakadómstólsins í Haag. Hann er sakaður um margvíslega stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í tengslum við Bosníustríðið, sem geisaði á árunum 1992-95. Aðalmeðferð í málinu hófst með málflutningi saksóknara í gær, tæpu ári eftir að Mladic var handtekinn í fjallaþorpi í norðanverðri Serbíu. Hann hafði þá verið í felum fyrir réttvísinni í fimmtán ár. Saksóknarinn Dermot Groome sagði aðild Mladic að stríðsglæpum gegn Bosníu-mönnum hafa byrjað í maí árið 1992, fyrir nánast nákvæmlega tveimur áratugum, þegar hann varð yfirmaður herráðs Serba. Rúmum þremur árum síðar, þegar fjöldamorðin voru framin í Srebrenica, segir Groome að Mladic og hersveitir hans hafa verið orðna „vel æfða í þeirri iðn að fremja morð". Um átta þúsund manns, mest karlar og drengir, voru myrtir í Srebrenica sumarið 1995 í verstu fjöldamorðum Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ákærurnar á hendur Mladic eru í ellefu liðum, þar á meðal fyrir þjóðarmorð, ofsóknir, morð og nauðganir. Mladic vísar ákærunum á bug en hefur formlega hvorki viljað lýsa sig sekan né saklausan. Saksóknarinn ætlar að leiða meira en 400 vitni fyrir dómstólinn og hefst vitnaleiðslan í lok maí. Groome segir að í málflutningi sækjenda verði orð Mladic óspart notuð gegn honum sjálfum, og tínd til ummæli hans bæði úr dagbókum og úr útvarps- og sjónvarpsviðtölum. Við dómstólinn standa einnig yfir réttarhöld yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi forseta lýðveldis Bosníu-Serba, sem var handtekinn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, sumarið 2008. Aðalmeðferð í máli hans hófst í október 2009 en vitnaleiðslum saksóknara lauk nú í byrjun maí. Reiknað er með að málsvörn Karadzic hefjist um miðjan október. Karadzic er, eins og Mladic, sakaður um margvíslega stríðsglæpi í tengslum við Bosníustríðið. Félagi þeirra og leiðtogi, Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti bæði Serbíu og Júgóslavíu, lést hins vegar í fangelsi Alþjóðasakadómstólsins í Haag árið 2006, meðan réttarhöldunum yfir honum vegna sambærilegra glæpa var enn ólokið.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Sækjandi við stríðsglæpadómstól í Haag segir að Ratko Mladic herforingi og sveitir hans hafi verið orðnar vel þjálfaðar í morðum þegar kom að fjöldamorðunum í Srebrenica sumarið 1995. Aðalmeðferð í réttarhöldum hans er hafin. „Ég tók ekki þátt í neinum glæpum. Ég hef aðeins varið þjóð mína," sagði Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba, sem nú situr á sakamannabekk Alþjóðasakadómstólsins í Haag. Hann er sakaður um margvíslega stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í tengslum við Bosníustríðið, sem geisaði á árunum 1992-95. Aðalmeðferð í málinu hófst með málflutningi saksóknara í gær, tæpu ári eftir að Mladic var handtekinn í fjallaþorpi í norðanverðri Serbíu. Hann hafði þá verið í felum fyrir réttvísinni í fimmtán ár. Saksóknarinn Dermot Groome sagði aðild Mladic að stríðsglæpum gegn Bosníu-mönnum hafa byrjað í maí árið 1992, fyrir nánast nákvæmlega tveimur áratugum, þegar hann varð yfirmaður herráðs Serba. Rúmum þremur árum síðar, þegar fjöldamorðin voru framin í Srebrenica, segir Groome að Mladic og hersveitir hans hafa verið orðna „vel æfða í þeirri iðn að fremja morð". Um átta þúsund manns, mest karlar og drengir, voru myrtir í Srebrenica sumarið 1995 í verstu fjöldamorðum Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ákærurnar á hendur Mladic eru í ellefu liðum, þar á meðal fyrir þjóðarmorð, ofsóknir, morð og nauðganir. Mladic vísar ákærunum á bug en hefur formlega hvorki viljað lýsa sig sekan né saklausan. Saksóknarinn ætlar að leiða meira en 400 vitni fyrir dómstólinn og hefst vitnaleiðslan í lok maí. Groome segir að í málflutningi sækjenda verði orð Mladic óspart notuð gegn honum sjálfum, og tínd til ummæli hans bæði úr dagbókum og úr útvarps- og sjónvarpsviðtölum. Við dómstólinn standa einnig yfir réttarhöld yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi forseta lýðveldis Bosníu-Serba, sem var handtekinn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, sumarið 2008. Aðalmeðferð í máli hans hófst í október 2009 en vitnaleiðslum saksóknara lauk nú í byrjun maí. Reiknað er með að málsvörn Karadzic hefjist um miðjan október. Karadzic er, eins og Mladic, sakaður um margvíslega stríðsglæpi í tengslum við Bosníustríðið. Félagi þeirra og leiðtogi, Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti bæði Serbíu og Júgóslavíu, lést hins vegar í fangelsi Alþjóðasakadómstólsins í Haag árið 2006, meðan réttarhöldunum yfir honum vegna sambærilegra glæpa var enn ólokið.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent