Mladic segist enga glæpi hafa framið 17. maí 2012 00:15 Mladic er orðinn sjötugur en virtist við betri heilsu í gær en þegar hann hefur áður mætt fyrir rétti. nordicphotos/AFP Sækjandi við stríðsglæpadómstól í Haag segir að Ratko Mladic herforingi og sveitir hans hafi verið orðnar vel þjálfaðar í morðum þegar kom að fjöldamorðunum í Srebrenica sumarið 1995. Aðalmeðferð í réttarhöldum hans er hafin. „Ég tók ekki þátt í neinum glæpum. Ég hef aðeins varið þjóð mína," sagði Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba, sem nú situr á sakamannabekk Alþjóðasakadómstólsins í Haag. Hann er sakaður um margvíslega stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í tengslum við Bosníustríðið, sem geisaði á árunum 1992-95. Aðalmeðferð í málinu hófst með málflutningi saksóknara í gær, tæpu ári eftir að Mladic var handtekinn í fjallaþorpi í norðanverðri Serbíu. Hann hafði þá verið í felum fyrir réttvísinni í fimmtán ár. Saksóknarinn Dermot Groome sagði aðild Mladic að stríðsglæpum gegn Bosníu-mönnum hafa byrjað í maí árið 1992, fyrir nánast nákvæmlega tveimur áratugum, þegar hann varð yfirmaður herráðs Serba. Rúmum þremur árum síðar, þegar fjöldamorðin voru framin í Srebrenica, segir Groome að Mladic og hersveitir hans hafa verið orðna „vel æfða í þeirri iðn að fremja morð". Um átta þúsund manns, mest karlar og drengir, voru myrtir í Srebrenica sumarið 1995 í verstu fjöldamorðum Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ákærurnar á hendur Mladic eru í ellefu liðum, þar á meðal fyrir þjóðarmorð, ofsóknir, morð og nauðganir. Mladic vísar ákærunum á bug en hefur formlega hvorki viljað lýsa sig sekan né saklausan. Saksóknarinn ætlar að leiða meira en 400 vitni fyrir dómstólinn og hefst vitnaleiðslan í lok maí. Groome segir að í málflutningi sækjenda verði orð Mladic óspart notuð gegn honum sjálfum, og tínd til ummæli hans bæði úr dagbókum og úr útvarps- og sjónvarpsviðtölum. Við dómstólinn standa einnig yfir réttarhöld yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi forseta lýðveldis Bosníu-Serba, sem var handtekinn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, sumarið 2008. Aðalmeðferð í máli hans hófst í október 2009 en vitnaleiðslum saksóknara lauk nú í byrjun maí. Reiknað er með að málsvörn Karadzic hefjist um miðjan október. Karadzic er, eins og Mladic, sakaður um margvíslega stríðsglæpi í tengslum við Bosníustríðið. Félagi þeirra og leiðtogi, Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti bæði Serbíu og Júgóslavíu, lést hins vegar í fangelsi Alþjóðasakadómstólsins í Haag árið 2006, meðan réttarhöldunum yfir honum vegna sambærilegra glæpa var enn ólokið.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Sækjandi við stríðsglæpadómstól í Haag segir að Ratko Mladic herforingi og sveitir hans hafi verið orðnar vel þjálfaðar í morðum þegar kom að fjöldamorðunum í Srebrenica sumarið 1995. Aðalmeðferð í réttarhöldum hans er hafin. „Ég tók ekki þátt í neinum glæpum. Ég hef aðeins varið þjóð mína," sagði Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba, sem nú situr á sakamannabekk Alþjóðasakadómstólsins í Haag. Hann er sakaður um margvíslega stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í tengslum við Bosníustríðið, sem geisaði á árunum 1992-95. Aðalmeðferð í málinu hófst með málflutningi saksóknara í gær, tæpu ári eftir að Mladic var handtekinn í fjallaþorpi í norðanverðri Serbíu. Hann hafði þá verið í felum fyrir réttvísinni í fimmtán ár. Saksóknarinn Dermot Groome sagði aðild Mladic að stríðsglæpum gegn Bosníu-mönnum hafa byrjað í maí árið 1992, fyrir nánast nákvæmlega tveimur áratugum, þegar hann varð yfirmaður herráðs Serba. Rúmum þremur árum síðar, þegar fjöldamorðin voru framin í Srebrenica, segir Groome að Mladic og hersveitir hans hafa verið orðna „vel æfða í þeirri iðn að fremja morð". Um átta þúsund manns, mest karlar og drengir, voru myrtir í Srebrenica sumarið 1995 í verstu fjöldamorðum Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ákærurnar á hendur Mladic eru í ellefu liðum, þar á meðal fyrir þjóðarmorð, ofsóknir, morð og nauðganir. Mladic vísar ákærunum á bug en hefur formlega hvorki viljað lýsa sig sekan né saklausan. Saksóknarinn ætlar að leiða meira en 400 vitni fyrir dómstólinn og hefst vitnaleiðslan í lok maí. Groome segir að í málflutningi sækjenda verði orð Mladic óspart notuð gegn honum sjálfum, og tínd til ummæli hans bæði úr dagbókum og úr útvarps- og sjónvarpsviðtölum. Við dómstólinn standa einnig yfir réttarhöld yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi forseta lýðveldis Bosníu-Serba, sem var handtekinn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, sumarið 2008. Aðalmeðferð í máli hans hófst í október 2009 en vitnaleiðslum saksóknara lauk nú í byrjun maí. Reiknað er með að málsvörn Karadzic hefjist um miðjan október. Karadzic er, eins og Mladic, sakaður um margvíslega stríðsglæpi í tengslum við Bosníustríðið. Félagi þeirra og leiðtogi, Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti bæði Serbíu og Júgóslavíu, lést hins vegar í fangelsi Alþjóðasakadómstólsins í Haag árið 2006, meðan réttarhöldunum yfir honum vegna sambærilegra glæpa var enn ólokið.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira