Lögreglan efast um tengsl við al Kaída 24. mars 2012 00:00 Sárt saknað Mæðgur leggja blóm við barnaskóla í Toulouse, þar sem þrjú börn og einn kennari létu lífið fyrr í mánuðinum. nordicphotos/AFP Franska lögreglan segist ekki hafa neina ástæðu til að halda að Mohammed Merah hafi verið í sambandi við hryðjuverkasamtökin al Kaída, hvað þá fengið skipanir frá þeim, jafnvel þótt hann hafi fullyrt það sjálfur. Hinn 23 ára gamli Merah féll fyrir byssukúlu leyniskyttu á fimmtudag, þegar sérsveit lögreglunnar réðst inn í íbúð hans í Toulouse í Frakklandi eftir meira en þrjátíu tíma umsátur. Hann hafði myrt sjö manns, þar af þrjú börn, í samtals þremur skotárásum á rúmlega viku. Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að því hvort hann hafi verið einn að verki. Helst beinist athyglin að eldri bróður hans, Abdelkader, sem er 29 ára, og svo að Olivier Corel, sem jafnan er nefndur „hvíti emírinn" og er grunaður um að hafa reynt að fá unga múslima í Frakklandi til liðs við málstað hryðjuverkamanna. Abdelkader er í haldi lögreglunnar ásamt kærustu sinni. Móðir þeirra bræðra er einnig í gæsluvarðhaldi. Þeir bræður eru franskir ríkisborgarar, ættaðir frá Alsír, en foreldrar þeirra skildu fyrir nærri tuttugu árum. Lögreglan útilokar ekki að Abdelkader hafi verið vitorðsmaður eða jafnvel sá sem atti yngri bróðurnum út í ódæðin. Í bifreið hans fundust vopn og sprengiefni. Að sögn franskra fjölmiðla neitar hans hins vegar allri aðild að morðunum og haft er eftir rannsóknarmönnum að hann sé engan veginn jafn líklegur eða fús til ofbeldisverka og yngri bróðirinn. Báðir tilheyrðu bræðurnir hreyfingu salafista, sem er strangtrúarhreyfing súnní-múslima, með mikla útbreiðslu á Arabíuskaga og víðar. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki áttað sig á því sem Merah var með í undirbúningi þrátt fyrir að hafa fylgst lauslega með bræðrunum árum saman. „Það telst ekkert lögbrot í sjálfu sér að vera í salafistahreyfingu," sagði Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, og tók fram að lögreglan hefði ekki fundið neinar beinar vísbendingar um að hætta stafaði af Merah: „Við höfum engan rétt til þess að fylgjast stöðugt með einhverjum sem hefur enn ekki framið neinn glæp." Rob Wainwright, yfirmaður Evrópulögreglunnar Europol, segir hins vegar ljóst að hvort sem Merah hafi verið í beinum tengslum við al Kaída eða ekki, þá hafi verk hans greinilega sótt innblástur til al Kaída. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Franska lögreglan segist ekki hafa neina ástæðu til að halda að Mohammed Merah hafi verið í sambandi við hryðjuverkasamtökin al Kaída, hvað þá fengið skipanir frá þeim, jafnvel þótt hann hafi fullyrt það sjálfur. Hinn 23 ára gamli Merah féll fyrir byssukúlu leyniskyttu á fimmtudag, þegar sérsveit lögreglunnar réðst inn í íbúð hans í Toulouse í Frakklandi eftir meira en þrjátíu tíma umsátur. Hann hafði myrt sjö manns, þar af þrjú börn, í samtals þremur skotárásum á rúmlega viku. Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að því hvort hann hafi verið einn að verki. Helst beinist athyglin að eldri bróður hans, Abdelkader, sem er 29 ára, og svo að Olivier Corel, sem jafnan er nefndur „hvíti emírinn" og er grunaður um að hafa reynt að fá unga múslima í Frakklandi til liðs við málstað hryðjuverkamanna. Abdelkader er í haldi lögreglunnar ásamt kærustu sinni. Móðir þeirra bræðra er einnig í gæsluvarðhaldi. Þeir bræður eru franskir ríkisborgarar, ættaðir frá Alsír, en foreldrar þeirra skildu fyrir nærri tuttugu árum. Lögreglan útilokar ekki að Abdelkader hafi verið vitorðsmaður eða jafnvel sá sem atti yngri bróðurnum út í ódæðin. Í bifreið hans fundust vopn og sprengiefni. Að sögn franskra fjölmiðla neitar hans hins vegar allri aðild að morðunum og haft er eftir rannsóknarmönnum að hann sé engan veginn jafn líklegur eða fús til ofbeldisverka og yngri bróðirinn. Báðir tilheyrðu bræðurnir hreyfingu salafista, sem er strangtrúarhreyfing súnní-múslima, með mikla útbreiðslu á Arabíuskaga og víðar. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki áttað sig á því sem Merah var með í undirbúningi þrátt fyrir að hafa fylgst lauslega með bræðrunum árum saman. „Það telst ekkert lögbrot í sjálfu sér að vera í salafistahreyfingu," sagði Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, og tók fram að lögreglan hefði ekki fundið neinar beinar vísbendingar um að hætta stafaði af Merah: „Við höfum engan rétt til þess að fylgjast stöðugt með einhverjum sem hefur enn ekki framið neinn glæp." Rob Wainwright, yfirmaður Evrópulögreglunnar Europol, segir hins vegar ljóst að hvort sem Merah hafi verið í beinum tengslum við al Kaída eða ekki, þá hafi verk hans greinilega sótt innblástur til al Kaída. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent