Edda: Verðum eins og vel samstilltur kvennakór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2012 10:00 Edda Garðarsdóttir lífgar ávallt upp á æfingar og samverustundir kvennalandsliðsins. Mynd/Stefán Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Edda vill ekki gera of mikið úr áhrifum þess að mikil óvissa hefur verið í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur í þessum leikjum. „Það er gleðiefni að Margrét Lára sé hérna með okkur og hún var mjög spræk á fyrstu æfingunni og það var ekki að sjá að hún hafi verið lengi í burtu. Þetta er bara það klassíska að maður kemur í manns stað. Ég var uppi í stúku þegar við spiluðum fyrri leikinn við Noreg og sá leikur fór bara þokkalega," segir Edda en Ísland vann þá 3-1 sigur á Noregi í Laugardalnum. „Það eru margar stelpur í hópnum núna sem ég hef varla séð áður en eru að koma þvílíkt sterkar inn. Við vorum með lið þar sem allar voru undir 23 ára aldri. Þetta lið sýndi góða takta þegar við vorum úti í Skotlandi. Framtíðin lofar góðu og þetta lítur mjög vel út," segir Edda en stelpurnar eiga mikla möguleika á því að tryggja sig inn á annað Evrópumótið í röð. „Þetta eru algjörir úrslitaleikir og þetta er allt í okkar höndum. Þetta er undir okkur komið hvernig við komum stemmdar á leikdegi. Ef þær (Margrét Lára og Katrín) þurfa að skokka og teygja á æfingunum í kringum leikina þá er það allt í lagi en þær geta ekki gert það í leiknum sjálfum," segir Edda. Hún, sem er mikill reynslubolti í liðinu, mun taka að sér það stóra hlutverk að stilla spennustigið rétt fyrir leikinn á morgun. „Þetta verður að vera eins og í vel samstilltum kvennakór og að við drífum hverja aðra áfram en ekki öfugt. Ef við skítum upp á bak á laugardaginn og gerum ekki það sem við erum bestar í eða sýnum okkar rétta andlit þá er þetta bara búið. Það sem hjálpar mér núna er Noregur og Kýpur," sagði Edda og vísar þá í síðustu tvo leiki karlaliðsins þar sem strákarnir töpuðu fyrir Kýpur aðeins fjórum dögum eftir flottan sigur á Norðmönnum. „Við verðum að gera okkar besta og vera í toppstandi á leikdag," sagði Edda. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Edda vill ekki gera of mikið úr áhrifum þess að mikil óvissa hefur verið í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur í þessum leikjum. „Það er gleðiefni að Margrét Lára sé hérna með okkur og hún var mjög spræk á fyrstu æfingunni og það var ekki að sjá að hún hafi verið lengi í burtu. Þetta er bara það klassíska að maður kemur í manns stað. Ég var uppi í stúku þegar við spiluðum fyrri leikinn við Noreg og sá leikur fór bara þokkalega," segir Edda en Ísland vann þá 3-1 sigur á Noregi í Laugardalnum. „Það eru margar stelpur í hópnum núna sem ég hef varla séð áður en eru að koma þvílíkt sterkar inn. Við vorum með lið þar sem allar voru undir 23 ára aldri. Þetta lið sýndi góða takta þegar við vorum úti í Skotlandi. Framtíðin lofar góðu og þetta lítur mjög vel út," segir Edda en stelpurnar eiga mikla möguleika á því að tryggja sig inn á annað Evrópumótið í röð. „Þetta eru algjörir úrslitaleikir og þetta er allt í okkar höndum. Þetta er undir okkur komið hvernig við komum stemmdar á leikdegi. Ef þær (Margrét Lára og Katrín) þurfa að skokka og teygja á æfingunum í kringum leikina þá er það allt í lagi en þær geta ekki gert það í leiknum sjálfum," segir Edda. Hún, sem er mikill reynslubolti í liðinu, mun taka að sér það stóra hlutverk að stilla spennustigið rétt fyrir leikinn á morgun. „Þetta verður að vera eins og í vel samstilltum kvennakór og að við drífum hverja aðra áfram en ekki öfugt. Ef við skítum upp á bak á laugardaginn og gerum ekki það sem við erum bestar í eða sýnum okkar rétta andlit þá er þetta bara búið. Það sem hjálpar mér núna er Noregur og Kýpur," sagði Edda og vísar þá í síðustu tvo leiki karlaliðsins þar sem strákarnir töpuðu fyrir Kýpur aðeins fjórum dögum eftir flottan sigur á Norðmönnum. „Við verðum að gera okkar besta og vera í toppstandi á leikdag," sagði Edda.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira