Edda: Verðum eins og vel samstilltur kvennakór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2012 10:00 Edda Garðarsdóttir lífgar ávallt upp á æfingar og samverustundir kvennalandsliðsins. Mynd/Stefán Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Edda vill ekki gera of mikið úr áhrifum þess að mikil óvissa hefur verið í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur í þessum leikjum. „Það er gleðiefni að Margrét Lára sé hérna með okkur og hún var mjög spræk á fyrstu æfingunni og það var ekki að sjá að hún hafi verið lengi í burtu. Þetta er bara það klassíska að maður kemur í manns stað. Ég var uppi í stúku þegar við spiluðum fyrri leikinn við Noreg og sá leikur fór bara þokkalega," segir Edda en Ísland vann þá 3-1 sigur á Noregi í Laugardalnum. „Það eru margar stelpur í hópnum núna sem ég hef varla séð áður en eru að koma þvílíkt sterkar inn. Við vorum með lið þar sem allar voru undir 23 ára aldri. Þetta lið sýndi góða takta þegar við vorum úti í Skotlandi. Framtíðin lofar góðu og þetta lítur mjög vel út," segir Edda en stelpurnar eiga mikla möguleika á því að tryggja sig inn á annað Evrópumótið í röð. „Þetta eru algjörir úrslitaleikir og þetta er allt í okkar höndum. Þetta er undir okkur komið hvernig við komum stemmdar á leikdegi. Ef þær (Margrét Lára og Katrín) þurfa að skokka og teygja á æfingunum í kringum leikina þá er það allt í lagi en þær geta ekki gert það í leiknum sjálfum," segir Edda. Hún, sem er mikill reynslubolti í liðinu, mun taka að sér það stóra hlutverk að stilla spennustigið rétt fyrir leikinn á morgun. „Þetta verður að vera eins og í vel samstilltum kvennakór og að við drífum hverja aðra áfram en ekki öfugt. Ef við skítum upp á bak á laugardaginn og gerum ekki það sem við erum bestar í eða sýnum okkar rétta andlit þá er þetta bara búið. Það sem hjálpar mér núna er Noregur og Kýpur," sagði Edda og vísar þá í síðustu tvo leiki karlaliðsins þar sem strákarnir töpuðu fyrir Kýpur aðeins fjórum dögum eftir flottan sigur á Norðmönnum. „Við verðum að gera okkar besta og vera í toppstandi á leikdag," sagði Edda. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Edda vill ekki gera of mikið úr áhrifum þess að mikil óvissa hefur verið í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur í þessum leikjum. „Það er gleðiefni að Margrét Lára sé hérna með okkur og hún var mjög spræk á fyrstu æfingunni og það var ekki að sjá að hún hafi verið lengi í burtu. Þetta er bara það klassíska að maður kemur í manns stað. Ég var uppi í stúku þegar við spiluðum fyrri leikinn við Noreg og sá leikur fór bara þokkalega," segir Edda en Ísland vann þá 3-1 sigur á Noregi í Laugardalnum. „Það eru margar stelpur í hópnum núna sem ég hef varla séð áður en eru að koma þvílíkt sterkar inn. Við vorum með lið þar sem allar voru undir 23 ára aldri. Þetta lið sýndi góða takta þegar við vorum úti í Skotlandi. Framtíðin lofar góðu og þetta lítur mjög vel út," segir Edda en stelpurnar eiga mikla möguleika á því að tryggja sig inn á annað Evrópumótið í röð. „Þetta eru algjörir úrslitaleikir og þetta er allt í okkar höndum. Þetta er undir okkur komið hvernig við komum stemmdar á leikdegi. Ef þær (Margrét Lára og Katrín) þurfa að skokka og teygja á æfingunum í kringum leikina þá er það allt í lagi en þær geta ekki gert það í leiknum sjálfum," segir Edda. Hún, sem er mikill reynslubolti í liðinu, mun taka að sér það stóra hlutverk að stilla spennustigið rétt fyrir leikinn á morgun. „Þetta verður að vera eins og í vel samstilltum kvennakór og að við drífum hverja aðra áfram en ekki öfugt. Ef við skítum upp á bak á laugardaginn og gerum ekki það sem við erum bestar í eða sýnum okkar rétta andlit þá er þetta bara búið. Það sem hjálpar mér núna er Noregur og Kýpur," sagði Edda og vísar þá í síðustu tvo leiki karlaliðsins þar sem strákarnir töpuðu fyrir Kýpur aðeins fjórum dögum eftir flottan sigur á Norðmönnum. „Við verðum að gera okkar besta og vera í toppstandi á leikdag," sagði Edda.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira