Hermann ætlar að spila frítt fyrir Portsmouth Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2012 11:57 Hermann Hreiðarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty Hermann Hreiðarsson er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna og ætlar að hjálpa sínum gömlu félögum í Portsmouth í ensku C-deildinni í vetur. Portsmouth á í miklum fjárhagserfiðleikum, getur ekki borgað nein laun og því mun Hermann spila frítt með liðinu. Þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. Fjölskylda Hermanns er að flytja heim til Íslands en hann verður áfram í Englandi í vetur. „Ég fer út og þarf að ganga frá ýmsum lausum endum. Ég er að taka þjálfararéttindin og það eru þó nokkrir dagar sem ég þarf að skila í september og október. Ég kem til með að vera þennan tíma úti og svo ætla ég að æfa með Portsmouth," segir Hermann. „Ég hef ákveðið að hjálpa þeim því þeir eiga ekki krónu og vantar eiganda. Ég ætla að mæta á svæðið og sjá hvort að það vanti ekki leikmann," sagði Hermann. „Ég var þarna í fimm ár og finnst hundleiðinlegt að sjá hvar klúbburinn er staddur. Ég þekki vel til innan klúbbsins og maður mætir á æfingar og reynir að gefa eitthvað af sér. Ef þeir sjá ástæðu til að nota mann þá væri það frábært," sagði Hermann. „Ég tek bara einn mánuð í einu því ég held að þeir megi bara semja við leikmenn í einn mánuð í einu. Ég tek einn mánuð til að byrja með og vonandi mun síðan einhver peningamaður veita klúbbnum einhverja hjálp. Vonandi tekst að stilla klúbbinn af og koma honum þar sem hann á að vera," sagði Hermann. „Ég átti frábært samband við áhorfendur þarna og þegar ég fór til Coventry þá var það snubbóttur endir. Ég vildi þá bara spila fótbolta og koma mér í stand. Þetta er kjörið tækifæri til að fá að kveðja þá með sæmd," sagði Hermann. Hjörtur spurði hann hreint út hvort að hann ætlaði að spila frítt. „Já, það er engin spurning. Maður hefði bara gaman að því að sjá hvort klúbburinn geti ekki komist í gott stand og menn fari að reka þetta eins og almennilegt fyrirtæki," sagði Hermann. „Ég er í fínu standi og meðan svo er þá reyni ég að spila aðeins lengur. Maður byrjar á því að skrifa undir eins mánaða samning og ef að maður er að skila einhverju til liðsins þá verður maður lengur. Það er ekkert langtíma plan í gangi," sagði Hermann. Hermann segir það ekki hafa komið til greina að spila á Íslandi í sumar af því að hann var ekki klár að spila. „Stefnan var alltaf að taka eitt ár úti í viðbót," sagði Hermann. Hermann varð bikarmeistari með Portsmouth árið 2008 og spilaði 102 deildarleiki með félaginu frá 2007 til 2011. Portsmouth er eitt af sjö félögum sem hann hefur spilað með í Englandi en hin eru Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic og Coventry City. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Hermann Hreiðarsson er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna og ætlar að hjálpa sínum gömlu félögum í Portsmouth í ensku C-deildinni í vetur. Portsmouth á í miklum fjárhagserfiðleikum, getur ekki borgað nein laun og því mun Hermann spila frítt með liðinu. Þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. Fjölskylda Hermanns er að flytja heim til Íslands en hann verður áfram í Englandi í vetur. „Ég fer út og þarf að ganga frá ýmsum lausum endum. Ég er að taka þjálfararéttindin og það eru þó nokkrir dagar sem ég þarf að skila í september og október. Ég kem til með að vera þennan tíma úti og svo ætla ég að æfa með Portsmouth," segir Hermann. „Ég hef ákveðið að hjálpa þeim því þeir eiga ekki krónu og vantar eiganda. Ég ætla að mæta á svæðið og sjá hvort að það vanti ekki leikmann," sagði Hermann. „Ég var þarna í fimm ár og finnst hundleiðinlegt að sjá hvar klúbburinn er staddur. Ég þekki vel til innan klúbbsins og maður mætir á æfingar og reynir að gefa eitthvað af sér. Ef þeir sjá ástæðu til að nota mann þá væri það frábært," sagði Hermann. „Ég tek bara einn mánuð í einu því ég held að þeir megi bara semja við leikmenn í einn mánuð í einu. Ég tek einn mánuð til að byrja með og vonandi mun síðan einhver peningamaður veita klúbbnum einhverja hjálp. Vonandi tekst að stilla klúbbinn af og koma honum þar sem hann á að vera," sagði Hermann. „Ég átti frábært samband við áhorfendur þarna og þegar ég fór til Coventry þá var það snubbóttur endir. Ég vildi þá bara spila fótbolta og koma mér í stand. Þetta er kjörið tækifæri til að fá að kveðja þá með sæmd," sagði Hermann. Hjörtur spurði hann hreint út hvort að hann ætlaði að spila frítt. „Já, það er engin spurning. Maður hefði bara gaman að því að sjá hvort klúbburinn geti ekki komist í gott stand og menn fari að reka þetta eins og almennilegt fyrirtæki," sagði Hermann. „Ég er í fínu standi og meðan svo er þá reyni ég að spila aðeins lengur. Maður byrjar á því að skrifa undir eins mánaða samning og ef að maður er að skila einhverju til liðsins þá verður maður lengur. Það er ekkert langtíma plan í gangi," sagði Hermann. Hermann segir það ekki hafa komið til greina að spila á Íslandi í sumar af því að hann var ekki klár að spila. „Stefnan var alltaf að taka eitt ár úti í viðbót," sagði Hermann. Hermann varð bikarmeistari með Portsmouth árið 2008 og spilaði 102 deildarleiki með félaginu frá 2007 til 2011. Portsmouth er eitt af sjö félögum sem hann hefur spilað með í Englandi en hin eru Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic og Coventry City.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira