Hermann ætlar að spila frítt fyrir Portsmouth Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2012 11:57 Hermann Hreiðarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty Hermann Hreiðarsson er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna og ætlar að hjálpa sínum gömlu félögum í Portsmouth í ensku C-deildinni í vetur. Portsmouth á í miklum fjárhagserfiðleikum, getur ekki borgað nein laun og því mun Hermann spila frítt með liðinu. Þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. Fjölskylda Hermanns er að flytja heim til Íslands en hann verður áfram í Englandi í vetur. „Ég fer út og þarf að ganga frá ýmsum lausum endum. Ég er að taka þjálfararéttindin og það eru þó nokkrir dagar sem ég þarf að skila í september og október. Ég kem til með að vera þennan tíma úti og svo ætla ég að æfa með Portsmouth," segir Hermann. „Ég hef ákveðið að hjálpa þeim því þeir eiga ekki krónu og vantar eiganda. Ég ætla að mæta á svæðið og sjá hvort að það vanti ekki leikmann," sagði Hermann. „Ég var þarna í fimm ár og finnst hundleiðinlegt að sjá hvar klúbburinn er staddur. Ég þekki vel til innan klúbbsins og maður mætir á æfingar og reynir að gefa eitthvað af sér. Ef þeir sjá ástæðu til að nota mann þá væri það frábært," sagði Hermann. „Ég tek bara einn mánuð í einu því ég held að þeir megi bara semja við leikmenn í einn mánuð í einu. Ég tek einn mánuð til að byrja með og vonandi mun síðan einhver peningamaður veita klúbbnum einhverja hjálp. Vonandi tekst að stilla klúbbinn af og koma honum þar sem hann á að vera," sagði Hermann. „Ég átti frábært samband við áhorfendur þarna og þegar ég fór til Coventry þá var það snubbóttur endir. Ég vildi þá bara spila fótbolta og koma mér í stand. Þetta er kjörið tækifæri til að fá að kveðja þá með sæmd," sagði Hermann. Hjörtur spurði hann hreint út hvort að hann ætlaði að spila frítt. „Já, það er engin spurning. Maður hefði bara gaman að því að sjá hvort klúbburinn geti ekki komist í gott stand og menn fari að reka þetta eins og almennilegt fyrirtæki," sagði Hermann. „Ég er í fínu standi og meðan svo er þá reyni ég að spila aðeins lengur. Maður byrjar á því að skrifa undir eins mánaða samning og ef að maður er að skila einhverju til liðsins þá verður maður lengur. Það er ekkert langtíma plan í gangi," sagði Hermann. Hermann segir það ekki hafa komið til greina að spila á Íslandi í sumar af því að hann var ekki klár að spila. „Stefnan var alltaf að taka eitt ár úti í viðbót," sagði Hermann. Hermann varð bikarmeistari með Portsmouth árið 2008 og spilaði 102 deildarleiki með félaginu frá 2007 til 2011. Portsmouth er eitt af sjö félögum sem hann hefur spilað með í Englandi en hin eru Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic og Coventry City. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
Hermann Hreiðarsson er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna og ætlar að hjálpa sínum gömlu félögum í Portsmouth í ensku C-deildinni í vetur. Portsmouth á í miklum fjárhagserfiðleikum, getur ekki borgað nein laun og því mun Hermann spila frítt með liðinu. Þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. Fjölskylda Hermanns er að flytja heim til Íslands en hann verður áfram í Englandi í vetur. „Ég fer út og þarf að ganga frá ýmsum lausum endum. Ég er að taka þjálfararéttindin og það eru þó nokkrir dagar sem ég þarf að skila í september og október. Ég kem til með að vera þennan tíma úti og svo ætla ég að æfa með Portsmouth," segir Hermann. „Ég hef ákveðið að hjálpa þeim því þeir eiga ekki krónu og vantar eiganda. Ég ætla að mæta á svæðið og sjá hvort að það vanti ekki leikmann," sagði Hermann. „Ég var þarna í fimm ár og finnst hundleiðinlegt að sjá hvar klúbburinn er staddur. Ég þekki vel til innan klúbbsins og maður mætir á æfingar og reynir að gefa eitthvað af sér. Ef þeir sjá ástæðu til að nota mann þá væri það frábært," sagði Hermann. „Ég tek bara einn mánuð í einu því ég held að þeir megi bara semja við leikmenn í einn mánuð í einu. Ég tek einn mánuð til að byrja með og vonandi mun síðan einhver peningamaður veita klúbbnum einhverja hjálp. Vonandi tekst að stilla klúbbinn af og koma honum þar sem hann á að vera," sagði Hermann. „Ég átti frábært samband við áhorfendur þarna og þegar ég fór til Coventry þá var það snubbóttur endir. Ég vildi þá bara spila fótbolta og koma mér í stand. Þetta er kjörið tækifæri til að fá að kveðja þá með sæmd," sagði Hermann. Hjörtur spurði hann hreint út hvort að hann ætlaði að spila frítt. „Já, það er engin spurning. Maður hefði bara gaman að því að sjá hvort klúbburinn geti ekki komist í gott stand og menn fari að reka þetta eins og almennilegt fyrirtæki," sagði Hermann. „Ég er í fínu standi og meðan svo er þá reyni ég að spila aðeins lengur. Maður byrjar á því að skrifa undir eins mánaða samning og ef að maður er að skila einhverju til liðsins þá verður maður lengur. Það er ekkert langtíma plan í gangi," sagði Hermann. Hermann segir það ekki hafa komið til greina að spila á Íslandi í sumar af því að hann var ekki klár að spila. „Stefnan var alltaf að taka eitt ár úti í viðbót," sagði Hermann. Hermann varð bikarmeistari með Portsmouth árið 2008 og spilaði 102 deildarleiki með félaginu frá 2007 til 2011. Portsmouth er eitt af sjö félögum sem hann hefur spilað með í Englandi en hin eru Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic og Coventry City.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira