Enski boltinn

Mörk Heiðars og Arons dugðu ekki til

Heiðar skallar hér boltann í netið í kvöld. Ótrúlegur skallamaður hann Heiðar.
Heiðar skallar hér boltann í netið í kvöld. Ótrúlegur skallamaður hann Heiðar.
Heiðar Helguson og Aron Einar Gunnarsson voru báðir á skotskónum fyrir Cardiff í kvöld er liðið tapaði, 5-4, í ótrúlegum leik gegn Charlton.

Heiðar kom Cardiff yfir í leiknum á 4. mínútu en Aron skoraði í uppbótartíma. Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem Aron kemur af bekknum og skorar.

Aron spilaði síðustu 25 mínútur leiksins en Heiðar fór af velli á 73. mínútu. Cardiff féll niður í þriðja sæti deildarinnar með tapinu.

Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Wolves sem tapaði 2-1 gegn Hull City. Hann var tekinn af velli á 65. mínútu. Wolves er í 13. sæti ensku B-deildarinnar.

Kári Árnason var í byrjunarliði Rotherham á miðjunni er það sótti Fleetwood heim í ensku D-deildinni. Hann fór af velli í hálfleik eftir að hafa skorað fyrir liðið en leiknum lyktaði með jafntefli, 1-1. Rotherham er í 6. sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×