Systurnar eru eins og svart og hvítt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2012 08:00 Elísa Viðarsdóttir í leik með ÍBV síðasta sumar. Mynd/Hag Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. Elísa var að sjálfsögðu í skýjunum þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er mjög kærkomið enda er þetta draumur hvers knattspyrnumanns," sagði Elísa og þeir sem til hennar þekkja í Eyjum og annars staðar vita að hún hefur metnað til að ná langt. „Ég er búin að leggja mjög hart að mér síðastliðið ár og er búin vinna að því markvisst það að komast í landsliðið síðasta eina og hálfa árið," segir Elísa sem spilaði mjög vel með spútnikliði ÍBV í fyrrasumar en nýliðarnir náðu þá þriðja sæti deildarinnar. Elísa er fimm árum yngri en systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir sem hefur skorað 63 mörk í 77 A-landsleikjum. „Það hefur verið langþráður draumur að fá að spila með stóru systur enda hefur maður alltaf litið upp til hennar," segir Elísa sem er mjög ólíkur leikmaður enda spilar hún í vörninni og vanalega sem bakvörður. „Við erum eiginlega bara svart og hvítt," segir Elísa í léttum tón. Elísa er nýkomin heim frá Þýskalandi þar sem hún heimsótti stóru systur hjá þýska stórliðinu Turbine Potsdam. „Ég var í heimsókn hjá henni fyrir tveimur vikum og æfði með þeim hjá Potsdam. Það var rosalega gaman og þvílík reynsla sem ég fékk þar á þessum tíu dögum. Það gekk framar vonum," segir Elísa og hún ætlar sér langt. „Það er draumur númer eitt, tvo og þrjú að komast í eitt að bestu liðum í heimi. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, byrja á því að koma sér í landsliðið og svo í liðið. Þá eru manni allir vegir færir því eins og landsliðið er í dag þá er þetta eitt besta landslið í heimi. Það hefur verið erfitt að komast í landsliðið síðustu ár enda stelpurnar alltaf að verða betri og betri. Það er frábært að vera byrjuð að banka á dyrnar," segir Elísa og hún er sannfærð um að æfingarnar í Potsdam hafi verið góður undirbúningur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. Elísa var að sjálfsögðu í skýjunum þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er mjög kærkomið enda er þetta draumur hvers knattspyrnumanns," sagði Elísa og þeir sem til hennar þekkja í Eyjum og annars staðar vita að hún hefur metnað til að ná langt. „Ég er búin að leggja mjög hart að mér síðastliðið ár og er búin vinna að því markvisst það að komast í landsliðið síðasta eina og hálfa árið," segir Elísa sem spilaði mjög vel með spútnikliði ÍBV í fyrrasumar en nýliðarnir náðu þá þriðja sæti deildarinnar. Elísa er fimm árum yngri en systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir sem hefur skorað 63 mörk í 77 A-landsleikjum. „Það hefur verið langþráður draumur að fá að spila með stóru systur enda hefur maður alltaf litið upp til hennar," segir Elísa sem er mjög ólíkur leikmaður enda spilar hún í vörninni og vanalega sem bakvörður. „Við erum eiginlega bara svart og hvítt," segir Elísa í léttum tón. Elísa er nýkomin heim frá Þýskalandi þar sem hún heimsótti stóru systur hjá þýska stórliðinu Turbine Potsdam. „Ég var í heimsókn hjá henni fyrir tveimur vikum og æfði með þeim hjá Potsdam. Það var rosalega gaman og þvílík reynsla sem ég fékk þar á þessum tíu dögum. Það gekk framar vonum," segir Elísa og hún ætlar sér langt. „Það er draumur númer eitt, tvo og þrjú að komast í eitt að bestu liðum í heimi. Maður þarf að taka þetta skref fyrir skref, byrja á því að koma sér í landsliðið og svo í liðið. Þá eru manni allir vegir færir því eins og landsliðið er í dag þá er þetta eitt besta landslið í heimi. Það hefur verið erfitt að komast í landsliðið síðustu ár enda stelpurnar alltaf að verða betri og betri. Það er frábært að vera byrjuð að banka á dyrnar," segir Elísa og hún er sannfærð um að æfingarnar í Potsdam hafi verið góður undirbúningur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira