Vita ekki hvar þær enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2012 08:00 Katrín og Hólmfríður. Mynd/Vilhelm Tveir leikmenn kvennalandsliðsins í fótbolta eru í óvenjulegri og óvæntri stöðu eftir að hætt var við tímabilið í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir ætluðu báðar að spila með Philadelphia Independence en þurftu að leita sér að nýju liði á versta tíma. „Ég veit ekkert hvar ég enda. Það eru ýmsir möguleikar upp á borðinu og maður kemst nú að hjá einhverju liði en það er bara spurning um hvað sé hentugast fyrir mig," segir Hólmfríður Magnúsdóttir sem kláraði síðasta tímabil með Val hér heima. „Ég ætla að bíða þangað til ég fer til Portúgal og sjá hvort að það opnist ekki einhverjar dyr þar," sagði Katrín Ómarsdóttir sem lék síðast með Orange County Waves í B-deildinni í Bandaríkjunum. „Ég er róleg eins og er en eftir Portúgalsmótið þá fer vonandi eitthvað að gerast. Ég vil verða komin með lið tveimur vikum eftir Algarve," bætir Katrín við. „Staðan hefði verið allt önnur ef að þetta hefði komið upp í desember því þá hefði maður léttilega getað farið til Svíþjóðar eða Þýskalands. Glugginn í Þýskalandi lokaði nefnilega daginn áður. Það er ótrúlega skrýtið að vera liðalaus. Ég er í viðræðum við Val en er opin fyrir öllu. Ég er sem dæmi á leiðinni á æfingu hjá Stjörnunni núna," segir Hólmfríður og bætir við: „Ég er alltaf í daglegum samskiptum við umboðsmanninn minn úti. Ég fékk tilboð frá liðinu sem ég æfði með í Noregi en ég sagði bara nei takk við því. Það var ekki nógu gott," sagði Hólmfríður sem fór ásamt Katrínu í prufu hjá norska liðinu Arna-Björnar. „Það er allt sem kemur til greina, þess vegna Kína. Ég verð bara að vera bjartsýn á þetta ár og það verður bara skemmtilegt og fróðlegt að sjá hvar ég enda," segir Hólmfríður. „Ef að það verður ekkert spennandi í boði þá er alveg möguleiki á því að skella mér til Þórunnar vinkonu minnar sem er í Brasilíu. Það er gott að hafa hana þarna og hún myndi kannski redda því fyrir mig," sagði Katrín í léttum tón en þá væri komin hálfgerð Íslendinganýlenda hjá Vitoria-liðinu enda mun Dóra María Lárusdóttir spila þar þangað til í vor. Íslenski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Tveir leikmenn kvennalandsliðsins í fótbolta eru í óvenjulegri og óvæntri stöðu eftir að hætt var við tímabilið í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir ætluðu báðar að spila með Philadelphia Independence en þurftu að leita sér að nýju liði á versta tíma. „Ég veit ekkert hvar ég enda. Það eru ýmsir möguleikar upp á borðinu og maður kemst nú að hjá einhverju liði en það er bara spurning um hvað sé hentugast fyrir mig," segir Hólmfríður Magnúsdóttir sem kláraði síðasta tímabil með Val hér heima. „Ég ætla að bíða þangað til ég fer til Portúgal og sjá hvort að það opnist ekki einhverjar dyr þar," sagði Katrín Ómarsdóttir sem lék síðast með Orange County Waves í B-deildinni í Bandaríkjunum. „Ég er róleg eins og er en eftir Portúgalsmótið þá fer vonandi eitthvað að gerast. Ég vil verða komin með lið tveimur vikum eftir Algarve," bætir Katrín við. „Staðan hefði verið allt önnur ef að þetta hefði komið upp í desember því þá hefði maður léttilega getað farið til Svíþjóðar eða Þýskalands. Glugginn í Þýskalandi lokaði nefnilega daginn áður. Það er ótrúlega skrýtið að vera liðalaus. Ég er í viðræðum við Val en er opin fyrir öllu. Ég er sem dæmi á leiðinni á æfingu hjá Stjörnunni núna," segir Hólmfríður og bætir við: „Ég er alltaf í daglegum samskiptum við umboðsmanninn minn úti. Ég fékk tilboð frá liðinu sem ég æfði með í Noregi en ég sagði bara nei takk við því. Það var ekki nógu gott," sagði Hólmfríður sem fór ásamt Katrínu í prufu hjá norska liðinu Arna-Björnar. „Það er allt sem kemur til greina, þess vegna Kína. Ég verð bara að vera bjartsýn á þetta ár og það verður bara skemmtilegt og fróðlegt að sjá hvar ég enda," segir Hólmfríður. „Ef að það verður ekkert spennandi í boði þá er alveg möguleiki á því að skella mér til Þórunnar vinkonu minnar sem er í Brasilíu. Það er gott að hafa hana þarna og hún myndi kannski redda því fyrir mig," sagði Katrín í léttum tón en þá væri komin hálfgerð Íslendinganýlenda hjá Vitoria-liðinu enda mun Dóra María Lárusdóttir spila þar þangað til í vor.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira