Kony 2012 veldur fjaðrafoki í Úganda 8. mars 2012 20:15 Joseph Kony árið 2006. mynd/AP Heimildarmyndin Kony 2012, sem hefur fengið rúmlega 32 milljón áhorf á internetinu, hefur valdið talsverðum deilum í Úganda. Hjálparsamtök þar í landi segja að myndin birti ranga mynd af landinu. Myndin hefur vægast sagt vakið mikla athygli. Frá því að myndbandið birtist á vefsíðunum YouTube og Vimeo hefur það fengið 32.6 milljón áhorf. Það eru þrír bandarískir aðgerðarsinnar sem framleiddu myndina. Þeir krefjast þess að Joseph Kony, leiðtogi Lord's Resistance Army (LRA), verði handsamaður. Kony hefur numið fjölda barna á brott síðustu ár og þjálfað sem hermenn. Kony flúði Úganda fyrir sex árum. Hann heldur til í frumskógum nágrannalanda Úganda. Kony hefur háð marklaust stríð í mið-Afríku síðustu þrjá áratugi. Þúsundir hafa fallið í átökunum.mynd/AP„Það sem kemur fram í heimildarmyndinni er algjörlega rangt," segir Dr. Beatrice Mpora, stjórnandi heilbrigðissamtakanna Kairos í bænum Gulu. Á sínum tíma var bærinn helsta vígi LRA. „Við höfum ekkert séð af hermönnum LRA á síðustu sex árum. Hér ríkir friður. Fólk reynir að halda áfram með líf sitt og umheimurinn ætti frekar að hjálpa okkur í stað þess að einblína á Joseph Kony." Framleiðendur Kony 2012 vonast til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum sendi 100 hernaðarráðgjafa til Úganda í von um að Kony finnist. Javie Ssozi, vinsæll pistlahöfundur í Úganda, er ósammála nálgun aðgerðasinnanna. „Gera þeir sér grein fyrir afleiðingunum?" spyr Ssozi. „Sú skoðun að lausnin sé hernaðarleg er einfaldlega fásinna." Rosebell Kagumire, blaðamaður í Úganda, tekur undir með Ssozi. „Heimildarmyndin birtir ekki rétta mynd af ástandinu. Ábyrgðarleysi þeirra er gríðarlegt."mynd/APÞað eru samtökin Invisible Children. sem standa að baki Kony 2012. Samtökin hafa áður sætt gagnrýni vegna fjármála sinna. Invisible Children. eyddu rúmum milljarði íslenskra króna árið 2001 - þar af fóru 456 milljónir til hjálparsamtaka. Talsmaður yfirvalda í Úganda, Fred Opolot, sagði að það væri villandi halda því fram að stríð geisaði í Úganda. Invisible Children segja að Kony 2012 einblíni á að vekja fólk til umhugsunar um baráttu Úgandabúa við að stöðva Joseph Kony. Tengdar fréttir Myndband sem tröllríður netheimum - Veist þú hver Joseph Kony er? Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið "Making Kony Famous Icelandic Style 2012". 7. mars 2012 21:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Heimildarmyndin Kony 2012, sem hefur fengið rúmlega 32 milljón áhorf á internetinu, hefur valdið talsverðum deilum í Úganda. Hjálparsamtök þar í landi segja að myndin birti ranga mynd af landinu. Myndin hefur vægast sagt vakið mikla athygli. Frá því að myndbandið birtist á vefsíðunum YouTube og Vimeo hefur það fengið 32.6 milljón áhorf. Það eru þrír bandarískir aðgerðarsinnar sem framleiddu myndina. Þeir krefjast þess að Joseph Kony, leiðtogi Lord's Resistance Army (LRA), verði handsamaður. Kony hefur numið fjölda barna á brott síðustu ár og þjálfað sem hermenn. Kony flúði Úganda fyrir sex árum. Hann heldur til í frumskógum nágrannalanda Úganda. Kony hefur háð marklaust stríð í mið-Afríku síðustu þrjá áratugi. Þúsundir hafa fallið í átökunum.mynd/AP„Það sem kemur fram í heimildarmyndinni er algjörlega rangt," segir Dr. Beatrice Mpora, stjórnandi heilbrigðissamtakanna Kairos í bænum Gulu. Á sínum tíma var bærinn helsta vígi LRA. „Við höfum ekkert séð af hermönnum LRA á síðustu sex árum. Hér ríkir friður. Fólk reynir að halda áfram með líf sitt og umheimurinn ætti frekar að hjálpa okkur í stað þess að einblína á Joseph Kony." Framleiðendur Kony 2012 vonast til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum sendi 100 hernaðarráðgjafa til Úganda í von um að Kony finnist. Javie Ssozi, vinsæll pistlahöfundur í Úganda, er ósammála nálgun aðgerðasinnanna. „Gera þeir sér grein fyrir afleiðingunum?" spyr Ssozi. „Sú skoðun að lausnin sé hernaðarleg er einfaldlega fásinna." Rosebell Kagumire, blaðamaður í Úganda, tekur undir með Ssozi. „Heimildarmyndin birtir ekki rétta mynd af ástandinu. Ábyrgðarleysi þeirra er gríðarlegt."mynd/APÞað eru samtökin Invisible Children. sem standa að baki Kony 2012. Samtökin hafa áður sætt gagnrýni vegna fjármála sinna. Invisible Children. eyddu rúmum milljarði íslenskra króna árið 2001 - þar af fóru 456 milljónir til hjálparsamtaka. Talsmaður yfirvalda í Úganda, Fred Opolot, sagði að það væri villandi halda því fram að stríð geisaði í Úganda. Invisible Children segja að Kony 2012 einblíni á að vekja fólk til umhugsunar um baráttu Úgandabúa við að stöðva Joseph Kony.
Tengdar fréttir Myndband sem tröllríður netheimum - Veist þú hver Joseph Kony er? Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið "Making Kony Famous Icelandic Style 2012". 7. mars 2012 21:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Myndband sem tröllríður netheimum - Veist þú hver Joseph Kony er? Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið "Making Kony Famous Icelandic Style 2012". 7. mars 2012 21:15