Myndband sem tröllríður netheimum - Veist þú hver Joseph Kony er? 7. mars 2012 21:15 Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið „Making Kony Famous Icelandic Style 2012". Á internetinu má finna hálftíma langt myndband sem á að vekja athygli á gjörðum Joseph Kony í Úganda en hann rænir börnum og gerir þau að kynlífsþrælum og hermönnum. Herferðinni lýkur í lok þessa árs en forsvarsmenn hópsins segja að með því að gera hann „frægan" sé verið að vekja athygli á voðverkum hans. Vonast er til að þessi herferð verði til þess að hann verði að lokum handtekinn. Í myndbandinu er sagt frá Jacob sem var rænt af hersveitum Kony og hann segir Bandaríkjamanni frá verkum hans. Hópurinn á bakvið herferðina hefur fengið gríðarlega athygli en hugmyndafræðin á bak við hana er að nota samskiptamiðla á borð við Twitter og Facebook til að vekja athygli á málstaðnum. Aðfaranótt 20. apríl næstkomandi er fólk hvatt til að hengja plaköt á götum úti til að fræða fólk um Kony. Rúmlega 4000 Íslendingar hafa skráð sig í hópinn á Facebook til að vekja athygli á málstaðnum. Þar er meðal annars rætt um hvort að ekki verði hengd upp plaköt hér á landi þann 20. apríl næstkomandi. Herferðin hefur fengið gríðarlega athygli og hefur verið fjallað um hana í fjölmiðlum víða um heim. Forsvarsmenn hópsins segja að máttur fólksins sé sterkur og með honum er hægt að hrinda ýmsu í framkvæmd, þar á meðal að stuðla að handtöku Kony. Það eru þó ekki allir sammála þessari hugmyndafræði. Á vefsíðu sem háskólanemi í Kanada hefur sett upp bendir hann á að stórhluti af þeim peningum sem er safnað fari ekki í málstaðinn. Mikill peningur fari í laun fyrir starfsmenn, flug og samgöngur og myndbandagerð.Hægt er að horfa á myndbandið í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið „Making Kony Famous Icelandic Style 2012". Á internetinu má finna hálftíma langt myndband sem á að vekja athygli á gjörðum Joseph Kony í Úganda en hann rænir börnum og gerir þau að kynlífsþrælum og hermönnum. Herferðinni lýkur í lok þessa árs en forsvarsmenn hópsins segja að með því að gera hann „frægan" sé verið að vekja athygli á voðverkum hans. Vonast er til að þessi herferð verði til þess að hann verði að lokum handtekinn. Í myndbandinu er sagt frá Jacob sem var rænt af hersveitum Kony og hann segir Bandaríkjamanni frá verkum hans. Hópurinn á bakvið herferðina hefur fengið gríðarlega athygli en hugmyndafræðin á bak við hana er að nota samskiptamiðla á borð við Twitter og Facebook til að vekja athygli á málstaðnum. Aðfaranótt 20. apríl næstkomandi er fólk hvatt til að hengja plaköt á götum úti til að fræða fólk um Kony. Rúmlega 4000 Íslendingar hafa skráð sig í hópinn á Facebook til að vekja athygli á málstaðnum. Þar er meðal annars rætt um hvort að ekki verði hengd upp plaköt hér á landi þann 20. apríl næstkomandi. Herferðin hefur fengið gríðarlega athygli og hefur verið fjallað um hana í fjölmiðlum víða um heim. Forsvarsmenn hópsins segja að máttur fólksins sé sterkur og með honum er hægt að hrinda ýmsu í framkvæmd, þar á meðal að stuðla að handtöku Kony. Það eru þó ekki allir sammála þessari hugmyndafræði. Á vefsíðu sem háskólanemi í Kanada hefur sett upp bendir hann á að stórhluti af þeim peningum sem er safnað fari ekki í málstaðinn. Mikill peningur fari í laun fyrir starfsmenn, flug og samgöngur og myndbandagerð.Hægt er að horfa á myndbandið í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira