Kony 2012 veldur fjaðrafoki í Úganda 8. mars 2012 20:15 Joseph Kony árið 2006. mynd/AP Heimildarmyndin Kony 2012, sem hefur fengið rúmlega 32 milljón áhorf á internetinu, hefur valdið talsverðum deilum í Úganda. Hjálparsamtök þar í landi segja að myndin birti ranga mynd af landinu. Myndin hefur vægast sagt vakið mikla athygli. Frá því að myndbandið birtist á vefsíðunum YouTube og Vimeo hefur það fengið 32.6 milljón áhorf. Það eru þrír bandarískir aðgerðarsinnar sem framleiddu myndina. Þeir krefjast þess að Joseph Kony, leiðtogi Lord's Resistance Army (LRA), verði handsamaður. Kony hefur numið fjölda barna á brott síðustu ár og þjálfað sem hermenn. Kony flúði Úganda fyrir sex árum. Hann heldur til í frumskógum nágrannalanda Úganda. Kony hefur háð marklaust stríð í mið-Afríku síðustu þrjá áratugi. Þúsundir hafa fallið í átökunum.mynd/AP„Það sem kemur fram í heimildarmyndinni er algjörlega rangt," segir Dr. Beatrice Mpora, stjórnandi heilbrigðissamtakanna Kairos í bænum Gulu. Á sínum tíma var bærinn helsta vígi LRA. „Við höfum ekkert séð af hermönnum LRA á síðustu sex árum. Hér ríkir friður. Fólk reynir að halda áfram með líf sitt og umheimurinn ætti frekar að hjálpa okkur í stað þess að einblína á Joseph Kony." Framleiðendur Kony 2012 vonast til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum sendi 100 hernaðarráðgjafa til Úganda í von um að Kony finnist. Javie Ssozi, vinsæll pistlahöfundur í Úganda, er ósammála nálgun aðgerðasinnanna. „Gera þeir sér grein fyrir afleiðingunum?" spyr Ssozi. „Sú skoðun að lausnin sé hernaðarleg er einfaldlega fásinna." Rosebell Kagumire, blaðamaður í Úganda, tekur undir með Ssozi. „Heimildarmyndin birtir ekki rétta mynd af ástandinu. Ábyrgðarleysi þeirra er gríðarlegt."mynd/APÞað eru samtökin Invisible Children. sem standa að baki Kony 2012. Samtökin hafa áður sætt gagnrýni vegna fjármála sinna. Invisible Children. eyddu rúmum milljarði íslenskra króna árið 2001 - þar af fóru 456 milljónir til hjálparsamtaka. Talsmaður yfirvalda í Úganda, Fred Opolot, sagði að það væri villandi halda því fram að stríð geisaði í Úganda. Invisible Children segja að Kony 2012 einblíni á að vekja fólk til umhugsunar um baráttu Úgandabúa við að stöðva Joseph Kony. Tengdar fréttir Myndband sem tröllríður netheimum - Veist þú hver Joseph Kony er? Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið "Making Kony Famous Icelandic Style 2012". 7. mars 2012 21:15 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Heimildarmyndin Kony 2012, sem hefur fengið rúmlega 32 milljón áhorf á internetinu, hefur valdið talsverðum deilum í Úganda. Hjálparsamtök þar í landi segja að myndin birti ranga mynd af landinu. Myndin hefur vægast sagt vakið mikla athygli. Frá því að myndbandið birtist á vefsíðunum YouTube og Vimeo hefur það fengið 32.6 milljón áhorf. Það eru þrír bandarískir aðgerðarsinnar sem framleiddu myndina. Þeir krefjast þess að Joseph Kony, leiðtogi Lord's Resistance Army (LRA), verði handsamaður. Kony hefur numið fjölda barna á brott síðustu ár og þjálfað sem hermenn. Kony flúði Úganda fyrir sex árum. Hann heldur til í frumskógum nágrannalanda Úganda. Kony hefur háð marklaust stríð í mið-Afríku síðustu þrjá áratugi. Þúsundir hafa fallið í átökunum.mynd/AP„Það sem kemur fram í heimildarmyndinni er algjörlega rangt," segir Dr. Beatrice Mpora, stjórnandi heilbrigðissamtakanna Kairos í bænum Gulu. Á sínum tíma var bærinn helsta vígi LRA. „Við höfum ekkert séð af hermönnum LRA á síðustu sex árum. Hér ríkir friður. Fólk reynir að halda áfram með líf sitt og umheimurinn ætti frekar að hjálpa okkur í stað þess að einblína á Joseph Kony." Framleiðendur Kony 2012 vonast til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum sendi 100 hernaðarráðgjafa til Úganda í von um að Kony finnist. Javie Ssozi, vinsæll pistlahöfundur í Úganda, er ósammála nálgun aðgerðasinnanna. „Gera þeir sér grein fyrir afleiðingunum?" spyr Ssozi. „Sú skoðun að lausnin sé hernaðarleg er einfaldlega fásinna." Rosebell Kagumire, blaðamaður í Úganda, tekur undir með Ssozi. „Heimildarmyndin birtir ekki rétta mynd af ástandinu. Ábyrgðarleysi þeirra er gríðarlegt."mynd/APÞað eru samtökin Invisible Children. sem standa að baki Kony 2012. Samtökin hafa áður sætt gagnrýni vegna fjármála sinna. Invisible Children. eyddu rúmum milljarði íslenskra króna árið 2001 - þar af fóru 456 milljónir til hjálparsamtaka. Talsmaður yfirvalda í Úganda, Fred Opolot, sagði að það væri villandi halda því fram að stríð geisaði í Úganda. Invisible Children segja að Kony 2012 einblíni á að vekja fólk til umhugsunar um baráttu Úgandabúa við að stöðva Joseph Kony.
Tengdar fréttir Myndband sem tröllríður netheimum - Veist þú hver Joseph Kony er? Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið "Making Kony Famous Icelandic Style 2012". 7. mars 2012 21:15 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Myndband sem tröllríður netheimum - Veist þú hver Joseph Kony er? Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið "Making Kony Famous Icelandic Style 2012". 7. mars 2012 21:15
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent