Erlent

Golden Globe: Spielberg kom, sá og sigraði

Óhætt er að segja að leikstjórinn Steven Spielberg hafi komið, séð og sigrað þegar tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru kynntar í gærkvöldi.

Golden Globe verðlaunahátíðin verður haldin um miðjan næsta mánuð en þeim sem gengur vel á henni eiga yfirleitt Óskarsverðlaunin vís í framhaldinu.

Myndin Lincoln sem gerð er af Steven Spielberg, um bandaríska forsetann Abraham Lincoln, var tilefnd til sjö verðlauna á Golden Globe þar af sem besta myndin. Steven Spielberg var einnig tilnefndur sem besti leikstjórinn fyrir dramatíska mynd og Daniel Day-Lewis, sem leikur Lincoln, var tilnefndur sem besti leikarinn.

Meðal þeirra mynda sem keppa við Lincoln um titilinn besta myndin eru Argo sem gerð er af Ben Affleck, Django Unchained sem gerð er af Quentin Tarantino og Zero Dark Thirty sem gerð er af Kathryn Bigelow.

Þeir leikarar sem Daniel Day-Lewis keppir við eru m.a. Richard Gere og Denzel Washington.

Leikkonan Jessica Chastian er tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir myndina Zero Dark Thirty sem fjallar um aftökuna á Osama bin Laden. Hún keppir m.a. við Helen Mirren fyrir leik sinn í myndinni Hitchcock sem fjallar um gerð myndarinnar Pyscho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×