Enski boltinn

Kaupin á Leeds að ganga í gegn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ken Bates.
Ken Bates. Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt fréttavef BBC er stutt í að gengið verið frá yfirtöku á enska B-deildarliðinu Leeds United. Hópur fjárfesta frá miðausturlöndum er sagður vera kaupandinn.

Eignarhaldsfélagið GFH Capital verður nýr eigandi Leeds ef þetta gengur í gegn en kaupverðið er sagt vera í kringum 44 milljónir punda - um 9 milljarðar króna.

Ken Bates er núverandi eigandi Leeds og hefur hann verið afar umdeildur síðan hann tók við félaginu. Viðræður hafa nú átt sér stað síðan í maímánuði og eru margir stuðningsmenn Leeds orðnir langþreyttir eftir því að tilkynnt verði formlega um kaupin.

Leeds er sem stendur í fimmtánda sæti ensku B-deildarinnar en félagið er eitt það sögufrægasta á Bretlandseyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×