Enski boltinn

Rannsókn enska sambandsins lýkur í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Clattenburg í umræddum leik.
Mark Clattenburg í umræddum leik. Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt enskum fjölmiðlum eru forráðamenn enska knattspyrnusambandsins vongóðir um að hægt verði að ljúka formlegri rannsókn á málum knattspyrnudómarans Mark Clattenburg.

Clattenburg hefur verið sakaður um að kynþáttaníð gagnvart John Obi Mikel, leikmanni Chelsea, í leik liðsins gegn Manchester United fyrir tæpum tveimur vikum síðan.

Aðstoðardómarar leiksins hafa borið vitni í málinu, sem og Mikel sjálfur og aðrir sem þóttu málið varða. Rannsókninni lýkur svo með viðtali við Clattenburg sjálfan og er búist við því að það verði klárað í dag.

Hann hefur ekki dæmt síðan að atvikið kom upp og mun heldur ekki dæma um helgina. Enska sambandið mun svo tilkynna í næstu viku hvort það sé ástæða til að kæra Clattenburg formlega vegna þessa.

Sjálfur hefur hann neitað sök og er sagður hafa verið furðu lostinn vegna ásakanna.

Lögreglan í Lundúnum hefur einnig hafið rannsókn á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×