Enski boltinn

Man. Utd vill milljarðasamning við Nike

Man. Utd er búið að vera lengi í Nike. Hér má sjá fyrrum tengdason Íslands, Dwight Yorke, ásamt þeim Ruud van Nistelrooy og Diego Forlan.
Man. Utd er búið að vera lengi í Nike. Hér má sjá fyrrum tengdason Íslands, Dwight Yorke, ásamt þeim Ruud van Nistelrooy og Diego Forlan.
Forráðamenn Man. Utd setjast aftur við samningaborðið með Nike í febrúar og hermt er að félagið ætli sér að ná einstökum samningi við íþróttavöruframleiðandann.

Núverandi samningur United og Nike rennur út árið 2015. Hann er metinn á 303 milljónir punda en United vill fá mun meira í nýja samningnum.

Nike hefur einkarétt á því að ræða við Man. Utd í sex mánuði. Takist ekki samningar á þeim tíma má United fara að ræða við aðra íþróttavöruframleiðendur.

Samningar íþróttavöruframleiðenda hafa hækkað umtalsvert síðan United samdi síðast við Nike og því er talið að United vilji fá um einn milljarð punda fyrir nýja samninginn ef hann verður álíka langur og sá síðasti. Sá samningur er til 13 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×