Enski boltinn

Friedel íhugar að hætta í sumar

Hinn 41 árs gamli markvörður Tottenham, Brad Friedel, gæti lagt hanskana á hilluna í lok tímabils. Þá rennur samningur hans við Tottenham út.

Friedel virðist ekki eiga mikla framtíð fyrir sér hjá félaginu þar sem Spurs er búið að festa kaup á franska landsliðsmarkverðinum Hugo Lloris.

Þegar er byrjað að gefa Lloris tækifæri hjá Spurs þó svo Friedel sé að spila nánast óaðfinnanlega. Hann var búinn að spila 310 leiki í röð þegar honum var hent á bekkinn fyrir Lloris í byrjun mánaðarins.

Þrátt fyrir háan aldur hefur Friedel sýnt að hann á enn fullt erindi í stóra deild eins ensku úrvalsdeildina. Það munu því örugglega einhver lið reyna að fá hann til að hætta við að hætta næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×