Enski boltinn

Arsenal fór í 14 mínútna flug í útileik

Leikmenn Arsenal skemmtu sér vel í fluginu.
Leikmenn Arsenal skemmtu sér vel í fluginu.
Umhverfisverndarsinnar eru æfir út í Arsenal eftir að liðið skellti sér í 14 mínútna flug í útileikinn við Norwich á dögunum.

"Þessi ferðatilhögun er algjörlega glórulaus. Það hefur örugglega tekið liðið meiri tími að fara í og úr flugi en að keyra," sagði talsmaður umhverfisverndarsinna í Norwich.

Talsmaður Arsenal segir að liðið hafi ætlað að taka lest en ekkert hafi verið laust. Akstursferð getur tekið langan tíma og félagið vildi ekki hætta á það. Þess vegna hafi verið ákveðið að fljúga.

Flugið skilaði ekki miklu fyrir liðið því Arsenal gat ekkert í leiknum og tapaði, 1-0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×