Enski boltinn

Ashley Cole bað Bernstein persónulega afsökunar - má spila

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Cole.
Ashley Cole. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ashley Cole má spila með enska landsliðinu í komandi landsleikjum þrátt fyrir yfirvofandi kæru enska sambandsins á hendur honum fyrir óviðeignandi skrif um sambandið inn á twitter.

Cole fór og hitti David Bernstein, stjórnarformann enska knattspyrnusambandsins, í gær og bað hann persónulega afsökunar á skrifum sínum.

„Hann baðst opinberlega afsökunar daginn eftir. Hann hitti mig síðan í gærkvöldi og bað mig persónulega afsökunar. Hann sýndi alvöru iðrun. Ég horfði í augun á honum og tók þessa afsökunarbeiðni gildi. Hann má spila með enska landsliðinu," sagði David Bernstein.

Það er því undir þjálfaranum Roy Hodgson komið hvort Ashley Cole fái að spila leikina á móti San Marínó og Póllandi en bakvörðurinn hefur spilað 98 landsleiki og vantar því bara þessa tvo til að ná hundraðinu.

David Bernstein taldi það þó afar ólíklegt að Ashley Cole fái að bera fyrirliðabandið í hundraðasta leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×