Erlent

Talibani skaut unga stúlku

BBI skrifar
Malala Yousafzai á sjúkrabörum eftir árásina.
Malala Yousafzai á sjúkrabörum eftir árásina. Mynd/AFP
Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum.

Fjórtán ára stúlkan Malala Yousafzai er þekkt fyrir andúð sína á herskáum múslimum og aðgerðum þeirra gegn kvenfrelsi. Hún var skotin í höfuðið og hálsinn þar sem hún var á leið heim til sín í skólabíl. Stúlkan var flutt á sjúkrahús þar sem hún er til meðhöndlunar.

Að sögn lögreglu nálgaðist skeggjaður maður skólabílinn og spurði hver stúlknanna var Malala. Þegar vinkona hennar benti á hana þvertók hún fyrir að vera Malala. Maðurinn skaut þá báðar stúlkurnar.

Ehsanullah Ehsan, talsmaður talíbana, lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Ástæða hennar var sú að Malala var fylgjandi vesturlöndum, talaði gegn talíbönum og sagði Barack Obama, bandaríkjaforseta, fyrirmyndina sína.

Fá þessu er sagt á vef The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×